Þorsteinn Már á meðal stærstu hluthafa Sýnar

Deila

- Auglýsing -

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er 19 stærsti hluthafi Sýnar með um 0,67 prósenta eignarhluta. Gildi lífeyrissjóður er stærsti hluthafinn með 13,6 prósenta hlut, Lífeyrissjóður verzlunarmanna næstur með 10,6 prósenta hlut og Birta lífeyrissjóður með 9,8 prósenta hlut.

Félag Þorsteins, eignarhaldsfélagið Steinn ehf., á nú 2 milljónir hluta, sem samsvara 0,67 prósenta eignarhlut, en miðað við núverandi gengi bréfa Sýnar nemur eignarhluturinn 47,8 milljónum króna.

- Advertisement -

Athugasemdir