Fimmtudagur 30. mars, 2023
4.8 C
Reykjavik

Þráinn Freyr Vigfússon: Þriggja tíma „show“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Þetta er fyrst og fremst heiður og staðfesting á því sem við höfum verið að gera. Þetta styrkir stoðir fyrirtækisins sem er að reka veitingastað sem býður upp á allt annað heldur en kannski gert er almennt á veitingastöðum í Reykjavík í dag,“ segir Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi veitingastaðarins ÓX, sem í gær hlaut Michelin-stjörnu.

ÓX er bara öðruvísi veitingastaður.

Hvað er boðið upp á ÓX sem ekki er boðið upp á annars staðar? „Ég ætla ekki að móðga neinn en ÓX er bara öðruvísi veitingastaður. Fólk kaupir miða til að fara inn og gildir miðinn í eitt sæti,“ segir Þráinn Freyr en einungis er pláss fyrir 11 gesti sem mæta á sama tíma og gildir eitt verð fyrir alla. Gestir geta fyrir þetta verð gætt sér á mörgum réttum og víni. „Þetta er „show“ í þrjá tíma og má segja að gestirnir séu í rauninni inni í eldhúsinu að horfa á inrnéttingu sem kom úr sveitabæ afa míns og ömmu og gefur þetta þessu meiri heimilisvæb þar sem gestirnir og kokkarnir kynnast; þetta er eins og að fara í matarboð þar sem fólk þekkir ekki alla en í lokin veit það hvaðan hinir eru, hvað þeir eru að gera og hvert þeir stefna. Það eru þrír kokkar fyrir framan gestina og segir þeir frá matnum, söguna á bak við hann og hvers vegna hlutirnir eru gerðir eins og þeir eru gerðir og þannig fær gesturinn dýpri nálgun heldur en þegar diskur er bara settur fyrir framan hann á veitingastað.“

ÓX flytur á Laugaveg 55.

Þráinn Freyr Vigfússon

Action í eldhúsinu

Þráinn segir að hann hafi verið strákur þegar hann ákvað að verða kokkur. Hvað heillaði hann við fagið? „Action í eldhúsinu. Ég byrjaði að vaska upp sem krakki á sumarhóteli pabba, Hótel Áningu á Sauðárkróki og það má segja að það hafi verið byrjunin á þessu. Ég fór síðan að læra kokkinn þegar ég var um tvítugt en ég lærði á Hótel Sögu,“ segir Þráinn sem eftir námið vann á nokkrum veitingastöðum þar til hann opnaði veitingastaðinn Sumac sem hann á enn.

Skapa mat og skapa umhverfi sem eru þá veitingastaðirnir.

- Auglýsing -

Hvaða matur er í uppáhaldi heima? „Ég elda oftast burrito,“ segir Þráinn en þegar vinnnunni sleppir taka áhugamálin við svo sem veiði, fótbolti og skíðamennska.

Hverjir eru draumarnir?

„Að halda áfram að þróa og gera veitingastaðina betri og skapa. Skapa mat og skapa umhverfi sem eru þá veitingastaðirnir. Mér finnst ekkert vera skemmtilegra heldur en það sem ég er að gera.“

- Auglýsing -

Hefur hann dreymt mat?

„Já, ég hef til dæmis fengið martraðir þar sem ég heyri í prentaranum spúa út meiri pöntunum og maður er ekki að ráða við það.“

Þess má geta að um 100 manns bókuðu borð á ÓX eftir að Michelin-stjarnan var komin í höfn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -