Þrjú kórónuveirusmit í gær

Deila

- Auglýsing -

Þrjú COVID-19 smit greindust síðasta sólarhring, tvö við landamæraskimun á Keflavíkurflugvelli og eitt úr sýnum sem Íslensk erfðagreining rannsakaði.

Alls voru 1.000 sýni tekin í gær.

730 sýni voru tekin í landamæraskimun í gær á meðan Íslensk erfðagreining rannsakaði 92 sýni. Þá tók sýkla- og veirufræðideild Landspítalans 178 sýni, ekkert kórónuveirusmit greindist úr þeim sýnum.

Virk smit á landinu eru tíu og 440 eru í sóttkví á landinu samkvæmt tölum á covid.is.

- Advertisement -

Athugasemdir