Miðvikudagur 27. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Þróa tölvuleik til hjálpar börnum: „Mikill kvíði getur haft mjög neikvæð áhrif á barnið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brynja Ingadóttir, dósent í hjúkrunarfræði segir í samtali við Háskólann að:

„Hjúkrunarfræðingar sem sinna ungum börnum þekkja vel af eigin reynslu að börn geta verið mjög hrædd og kvíðin fyrir því að fara í svæfingu. Bæði er það ókunnugt umhverfi, starfsfólkið og ótti við sársauka og aðskilnað frá foreldrum sem veldur þeim vanlíðan. Mikill kvíði getur haft mjög neikvæð áhrif á barnið sjálft og líðan þess en einnig á árangur og útkomu meðferðarinnar.“

Vegna þessara áhrifa hefur Brynja ásamt samstarfsfólki þróað tölvuleik til þess að hjálpa börnum við að takast á við þennan ótta.

Mína og Draumlandið

Leikurinn heitir Mína og Draumalandið (e. Mina and the Land of Dreams) og er ætlaður börnum á aldrinum 4-8 ára. Hann er aðgengilegur bæði á AppStore og Google Play og hefur þegar verið gefinn út á þremur tungumálum: íslensku, finnsku og ensku, en Brynja segir mögulegt að bæta fleiri tungumálum við.

Brynja segir að leikurinn geti gagnast þeim sem glíma við þroskahömlun, en: „Leikinn geta börn spilað með eða án aðstoðar foreldra sinna nokkrum dögum áður en kemur að svæfingunni.

Þau læra um undirbúning (t.d. föstu á mat og drykk, bað), kynnast umhverfi á spítala (stutt myndbönd tekin á skurðstofu), læra slökunaræfingar, fá jákvæða styrkingu og hvatningu til að efla hugrekki og svo verðlaun í lokin.“

- Auglýsing -

Tölvuleikir góð leið til fræðslu og þjálfunar

Brynja segir markmiðið með þróun leiksins sé að hanna úrræði sem fræðir börn og kennir þeim að takast á við kvíða og hræðslu. Leikur sem er byggður á gagnreyndri þekkingu og tækni.

Brynja lýsir því að: „Fyrri úrræði, eins og heimsóknir á spítala, leikúrræði, notkun trúða, hafa reynst dýr, ekki aðgengileg öllum og ekki fýsileg þótt þau hafi borið ágætan árangur.“

- Auglýsing -

En hún hefur stofnað fyrirtækið NúnaTrix ehf. ásamt samstarfskonu sinni, Katrínu Jónsdóttur hjúkrunarfræðingi, utan um þróun hugmyndarinnar og fleiri kennslutölvuleikja.

Leikskólabörn aðstoðuðu við hönnun 

Brynja segir enn fremur að tölvuleikurinn hafi verið hannaður með aðstoð leikskólabarna sem tóku þátt í vinnusmiðjum og nothæfniprófunum, en tölvuleikir til kennslu séu áhugaverð viðbót við hefðbundnar kennsluaðferðir.

„Þeir búa yfir mörgum eiginleikum sem geta stutt við áhugahvöt og nám, jafnt barna sem fullorðinna. Innan heilbrigðisgeirans eru hannaðir leikir fyrir börn og fullorðna sjúklinga en einnig til að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk. Þetta er ung grein og það hefur verið gagnrýnt að ekki skuli vera gerðar vandaðar rannsóknir samhliða gerð þeirra og útgáfu.“

Nýtist vel í undirbúningi fyrir svæfingu

Það á þó ekki við í þessu tilviki því Brynja og samstarfsfólk vinna að rannsóknum sem lýsa þróun og gerð leiksins, notagildi hans og áhrifum á kvíða, þekkingu og trú á eigin getu og fýsileika þess að innleiða hann í klíníska starfsemi. Hópurinn hefur þegar fengið eina ritrýnda grein birta í vísindatímariti en þar er þróun og prófun á notagildi leiksins lýst.

„Prófanir leiddu í ljós að leikurinn nýtist vel í undirbúningi fyrir svæfingu en um leið fengum við mikilvægar upplýsingar sem við nýttum til að breyta leiknum áður en við gerðum hann aðgengilegan,“ segir Brynja og bætir við: „Við höfum einnig gert forrannsókn á leiknum með þátttöku barna sem fóru í svæfingu á Landspítala og foreldra þeirra og sambærileg rannsókn var gerð í Finnlandi. Þá erum við að undirbúa íhlutunarrannsókn í báðum löndum þar sem áhrif leiksins á kvíða, þekkingu og fleira verður könnuð.“

Fjölbreytt og þverfræðilegt þróunarverkefni

Brynja segir að tónlistin við leikinn sé frumsamin og tekin upp á Íslandi. En vinna við tölvuleiki sem þennan er afar umfangsmikil og krefst fjölbreyttrar og þverfræðilegrar þekkingar. Að verkefninu koma bæði fulltrúar Háskóla Íslands og Landspítala og fræðafólk frá Háskólanum í Turku í Finnlandi.

„Í rannsóknarhópunum eru rannsakendur, sérfræðingar í sjúklingafræðslu, barnahjúkrun og svæfingahjúkrun, margmiðlunarfræðingur, sálfræðingur og leikskólakennari. Finnskt tölvuleikjafyrirtæki hannaði leikinn og frá því komu leikjahönnuðir, tölvunarfræðingar, menntunarfræðingar og fleiri.“

Brynja segir nánar frá verkefninu og Núnatrix ehf. á hádegisviðburði í Háskóla Íslands sem nefnist Skyndikynni af sprotafyrirtækjum Háskóla Íslands þann 19. maí. Viðburðurinn er hluti af Nýsköpunarviku sem stendur dagana 16.-20. maí og Háskólinn tekur virkan þátt í

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -