Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Þróunarverkefnið Brúin tilnefnt til evrópskra verðlauna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þróunarverkefnið BRÚIN hefur verið tilnefnt til verðlauna af European Social Services Awards (ESSA) í flokki „samvinnu“ (Collaborative Practice Award Nominees).

 

Valnefnd velur fimm verkefni úr innsendum tilnefningum og velur verðlaunaverkefni. Hluti af valinu er kosning og geta allir tekið þátt og stutt ákveðin verkefni. Starfsmenn, íbúar og vinir Hafnarfjarðar fá þannig tækifæri til að leggja þessu flotta hafnfirska þróunarverkefni lið með kosningu þar sem hvert atkvæði skiptir máli, segir í tilkynningu á vef Hafnarfjarðar. Brúin er tilnefnd í flokki þrjú (Collaborative Practice Award Nominees). Atkvæðagreiðslan fer fram neðar á síðunni.

Hvað er Brúin?

Hafnarfjarðarbær hefur frá og með haustinu 2018 starfrækt BRÚNA sem er nýtt verklag í þjónustu við börn í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. Markmiðið er að auka lífsgæði barna, unglinga og fjölskyldna þeirra. Lögð er áhersla á að veita aukna þjónustu á fyrri stigum. Samvinna fagfólks hefur verið efld á milli fjölskyldu- og barnamálasviðs og mennta- og lýðsheilsusviðs Hafnarfjarðar.

Lausnateymi innan leik- og grunnskóla

Aukin þjónusta fer fram í gegnum lausnateymi leik- og grunnskólanna. Í lausnateymum sitja fagaðilar á vegum skólans, ásamt ráðgjöfum frá fjölskylduþjónustu, sálfræðingum og/eða sérkennslufulltrúa frá fræðslu- og frístundaþjónustu. Hlutverk lausnateyma er að kortleggja stöðu barns og leita sameiginlegra lausna, barni og fjölskyldu þess til stuðnings. Í lausnateymi er nám, hegðun, þroski og/eða líðan barns rædd með samþykki foreldra og viðunandi úrræði virkjuð til að bregðast fyrr við erfiðleikum eða aðstæðum barnsins. Skólar í Hafnarfirði taka þátt í þróun þessa nýja vinnulags sem síðar verður innleitt í alla leik- og grunnskóla bæjarins.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -