Miðvikudagur 24. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Þú ert líklega að nota of mörg efni í þrif – Gættu þín í frumskógi hreinsiefnanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eflaust eru margir sammála um að vilja minnka magn efna sem notuð eru til þrifa á heimilinu, enda hefur meðvitund um skaðleg efni í hinum ýmsu vörum vaxið töluvert síðustu ár.

Það þarf ekki annað en að ganga inn á hreinsiefnaganga kjörbúða til að sjá að úrval hreinsi- og þrifaefna í dag er beinlínis orðið að frumskógi. Framboðið virðist endalaust og til eru efni fyrir allt mögulegt og ómögulegt. Margir eru með skáp smekkfullan af allskonar efnum sem þeir nota sjaldan eða aldrei. Mörg þeirra hreinsiefna sem seld eru í búðum geta verið skaðleg heilsu okkar og umhverfi.

Sé fólki annt um heilsuna og umhverfið er ágætis hugmynd að lesa vel innihaldslýsingu á umbúðum hreinsiefna og kynna sér efnin sem þar er að finna. Til þess að spara tíma er hægt að leita uppi vörur með góðum og gildum umhverfisvottunum, eins og svansvottuninni.

 

Ekki nota edik á hvað sem er

Gömul þrifaráð á borð við notkun ediks og matarsóda til heimilisþrifa eru góð og gild fyrir ákveðna hluti, en hafa ber í huga að ekki má nota edik á hvað sem er, vegna sýrunnar í því. Mikilvægt er því að kynna sér vel úr hvaða efni þeir fletir sem þrífa á eru. Það er til dæmis harðbannað að nota einhverskonar ediksblöndu á granít- eða náttúrustein.

- Auglýsing -

 

Uppþvottalögur fær í flestan sjó

Það er ekki á allra vitorði, en gamli góði uppþvottalögurinn getur komið í staðinn fyrir ansi mörg hreinsiefni í þrifaskápnum. Uppþvottalögur er fituleysandi, en er vatnsleysanlegur og skilur því ekki eftir sig skán eða sölt. Hann er líka ekki svo sterkur að hann valdi skaða.

- Auglýsing -

Fyrir utan borðbúnað má nota uppþvottalög sem aðalhreinsiefni á ansi margt, til dæmis:

Eldhúsbekki, sama hver efniviðurinn er

Spegla

Vaska

Sturtur & böð

Blöndunartæki

Glugga

Gólf

Bletti í fötum og annarri efnavöru

 

Við þrif á speglum, svo dæmi sé tekið, er best að blanda örlitlum uppþvottalegi við vatn í úðabrúsa, spreyja á spegilinn og pússa svo með glerklút eða örtrefjatusku. Önnur aðferð er að setja dálítið vatn í tuskuna og dropa af uppþvottalegi, skrúbba svo og pússa yfir spegilinn með þurri örtrefjatusku.

Þess ber þó að geta að uppþvottalögur er ekki það sama og uppþvottalögur. Mikilvægt er að hann sé mjög virkur, en gæðamunur fer ekki á milli mála þegar misvirkar vörur eru prófaðar. Það er vissulega hægt að kaupa góðan uppþvottalög í kjörbúðum, misgóðan þó, en í sölu- og dreifingarfyrirtækjum á borð við Rekstrarvörur er líklegra að finna virk og vottuð efni. Hafa ber einnig í huga að því virkari sem efnin eru – þeim mun minna þarf af þeim í hverja notkun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -