Fimmtudagur 25. maí, 2023
8.8 C
Reykjavik

Þurfti að bíða í 70 mínútur eftir svari hjá Arion banka: „Velkomin í alræði auðvaldsins“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson hneikslast á símsvörun Arion banka. Þurfti að bíða í 70 mínútur eftir svari við einfaldri spurningu.

Gunnar Smári sagði frá því nýlega á Facebook að hann væri í símanum að bíða eftir að fá að tala við þjónustufulltrúa Arion banka. Var hann er hann skrifaði færsluna, búinn að bíða í símanum í 20 mínútur og færast úr sæti 14 í röðinni og niður í það tíunda. Með einfaldri reikniformúlu fann hann út að símtalið myndi því taka 70 mínútur.

„Á 20 mínútum hefur mér tekist að vinna mig úr því að vera númer fjórtán í röðinni meðal þeirra sem eru að reyna að ná sambandi við Arion banka niður í að vera númer 10 í röðinni. Það er þá um 5 mínútur að þokast upp um eitt sæti. Þetta símtal mun verða 70 mínútur. Þá mun þjónusturáðgjafi svari einfaldri spurningu minni.“

Hann hélt svo áfram og gagnrýndi bankana harðlega.

„Bankarnir rukka viðskiptavini um þjónustugjöld á hverra færslu, hvert viðvik, auk þess sem þeir rukka svívirðilega vexti af útlánum en gefa nánast enga vexti á innistæður. Þeir eru reknir með tug milljarða króna hagnaði ár hvert, samanlagt með um 6-7 milljarða króna hagnaði í hverjum mánuði. Án þess að ráða við svo einfaldan hlut sem símsvörun er.
Velkomin í alræði auðvaldsins, ráðstjórnarríki nýfrjálshyggjunnar þar sem viðskiptaráð er æðsta ráðið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -