Miðvikudagur 29. nóvember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Þúsundir barnafjölskylda í borginni fengu reikning frá innheimtufyrirtæki: „Þvílík ömurlegheit“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Reykjavíkurborg sendi hátt í 4 þúsund reikninga á hendur barnafjölskyldum í borginni til innheimtufyrirtækis. Reikningarnir voru nánar tiltekið 3.627 talsins og snúa allir að vangoldnum leikskólagjöldum, skólamáltíðum eða frístundastarfi barna í Reykjavík.
Reikningarnir voru sendir til innheimtu frá skóla- og frístundasviði borgarinnar og tengdust þeir allir skuldum barnafjölskyldnanna á fyrri hluta þessa árs. Vegna ógreiddra skólamáltíða voru 2.152 reikningar sendir til innheimtufyrirtæksins, 788 vegna ógreiddra leikskólagjalda og 687 vegna frístundastarfs barnanna.
„Af hverju í ósköpunum eru innheimtufyrirtæki send á barnafjölskyldur?,“ spyr Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, sem vekur athygli á innheimtuaðgerðum borgarinnar gagnvart barnafjölskyldum.
„Þvílík ömurlegheit. Svei Svei,“, „Hryllingur, og „Hvílík óhæfa“ eru meðal ummæla þeirra sem tjá sig undir færslu Sönnu á Facebook.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -