Miðvikudagur 4. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti tvo slasaða vélsleðamenn á Landjökul

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni að sækja tvo slasaða vélsleðamenn upp að Langjökli.

Þetta hefur fréttastofa RÚV eftir upplýsingafulltrúa Gæslunnar en hann hafði ekki nánari upplýsingar um ástand mannanna, þar sem þyrlan var ekki komin á vettvang.

Það var hópur sem var í vélsleðaferð sem óskaði eftir aðstoð á Langjökli um fjögur leytið í dag en tveir úr hópnum slösuðust. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þá til Reykjavíkur.

Lent var með hina slösuðuðu á Reykjavíkurflugvelli á sjötta tímanum en ekki er vitað með hvaða hætti slysið varð, né hversu alvarleg meiðsl hinna slösuðu eru.

Um þrjátíu björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðinni samkvæmt Jóni Þór Víglundassyni, upplýsingafulltrúa Gæslunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -