Sunnudagur 2. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Þyrla sótti veikan sjómann norður af Grímsey – Önnur þyrla kom honum á spítala

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan mann um borð í fiskiskipi í morgun.

Útkall barst fyrir hádegi í dag til Landhelgisgæslunnar vegna veikinda um borð í fiskiskipi sem statt var um 80 sjómílur norður af Grímsey. Var áhöfnin á TF-GNA, sem er þyrla Gæslunnar, send á vettvang.

Það var skipstjóri fiskiskipsins sem hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vegna veikindanna. Óskaði hann eftir samtali við lækni þyrlunnar sem tók þá ákvað að sækja þyrfti hinn veika skipverja og koma undir læknishendur á Akureyri.

Fram kemur á heimasíðu Gæslunnar að þar sem um flug langt á haf út var að ræða, var ákveðið að senda áhöfnina á TF-EIR einnig út í Grímsey sem beið þar á flugvellinum þar til hin þyrlan var komin nálægt landi aftur. Laust fyrir klukkan tvö var svo lent með sjúklinginn á Akureyri.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -