Miðvikudagur 11. september, 2024
9.1 C
Reykjavik

Þýski herinn í stríðsleik á Íslandi: „Hér er hell­ing­ur af tæki­fær­um“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þýski flugherinn er staddur á landinu til æfinga og segja landið fullt af tækifærum.

Sex orrustuþotur og 30 manna flugsveit frá þýska flughernum er stödd á Íslandi til að æfa stríð.

„Und­ir­bún­ing­ur­inn var nán­ast full­kom­inn og við feng­um frá­bær­an stuðning frá Land­helg­is­gæsl­unni og gest­gjöf­um okk­ar í Kefla­vík,“ sagði Gerd Schnell, þýskur ofursti, í viðtali við mbl.is.

„Við kom­um hingað með mjög tak­markað magn af búnaði til að öðlast meiri reynslu í því hvernig við get­um rekið sex Eurofig­hter-þotur með aðeins 30 manns og 25 tonn af búnaði. Hingað til hef­ur fram­kvæmd­in gengið vel, við höf­um náð öll­um áætluðum flu­gæf­ing­um.“

„Þetta er eyja um­kringd vatni. Hér er hell­ing­ur af tæki­fær­um fyr­ir okk­ur til að æfa yfir vatni og það er stórt tæki­færi fyr­ir okk­ur því að loft­helg­in er ekki jafn tak­mörkuð, það er hægt að fljúga hærra og í tölu­vert minni um­ferð. Þannig að það er gott fyr­ir okk­ur að æfa hér,“ sagði ofurstinn um þau tækifæri sem landið býður upp í heræfingum.

„Við náðum öll­um áætluðum flu­gæf­ing­um. Það verður ekki betra en það. Við náðum ein­um eða tveim­ur fleiri flu­gæf­ing­um en við áætluðum þannig að þetta er góður ár­ang­ur fyr­ir okk­ur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -