Sunnudagur 26. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Tíðavörurnar lækka minnst í Bónus – Lækkun á túrskattinum skilar sér misvel

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tíðavörur hafa lækkað minnst í Bónus eða um 1% og mest í Iceland eða um 17,6 % á einu ári eftir lækkun virðisaukaskatts á tíðavörum úr 24% í 11% samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ.

Ný lög tóku gildi 1. september í fyrra sem kveða á um að tíðavörur ásamt öllum tegundum getnaðarvarna skuli vera í neðra þrepi virðisaukaskatts, 11% í stað efra þrepsins, 24%. Markmiðið með lögunum var að stuðla að bættri lýðheilsu og auka jafnræði, lækka kostnað á nauðsynlegum hreinlætisvörum kvenna og jafna aðstöðumun notenda mismunandi forma getnaðarvarna.

Lækkun á bleika skattinum eða túrskattinum eins og þessi skattur er oft nefndur er nú jafn hár og virðisaukaskattur sem lagður er á aðrar hreinlætis- og nauðsynjavörur eins og bleyjur, matvöru, heitt vatn og rafmagn. Breytingin ætti að öllu óbreyttu að skila 10,5% lækkun á verði til neytenda.

Lækkunin er mest í Iceland, um 17,6% og næst mest í Krambúðinni um 7,5%. Minnst hafa þær lækkað í Bónus, um 1% og næst minnst í Krónunni, 3,5% á meðan verð stóð í stað í 10-11. Þá lækkaði verð á tíðarvörum um 6,2% í Hagkaupum, 5,4% í Nettó og 4,5% í Fjarðarkaupum.

Verðkönnunin sýnir einungis breytingar á verði yfir tíma í verslunum en tekur ekki tillit til þess hvar lægsta verðið er að finna.

Verðmæling fór fram 30. ágúst 2019 og 14. ágúst 2020.

- Auglýsing -

Nánar má lesa um könnunina á vef ASÍ.

Ert þú með ábendingu um neytendamál? Sendu póst á [email protected].

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -