Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Til eru 86 tegundir kynhneigðar og fjölgar enn – Sjáðu listann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nýjasta blaði Lifandi vísinda er áhugaverð grein um tegundir kynhneigðar sem á síðustu árum hefur heldur betur fjölgað.

Áður fyrr var aðallega talað um þrjár gerðir kynhneigðar, gagnkynhneigð, samkynhneigð og tvíkynhneigð. Í dag hefur hneigðunum aldeilis fjölgað og stöðugt bætast fleiri við.

Í Lifandi vísindum er grein um þetta en samkvæmt blaðinu er kynhneigð breitt hugtak sem ekki á aðeins við um kynlíf og aðlöðun, heldur einnig ást, nánd og sambönd við aðra einstaklinga.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO skilgreinir kynhneigð á eftirfarandi hátt (í þýðingu Lifandi vísinda):

„Kjarni þess að vera mennskur er að leggja stund á kynlíf, kynvitund og -hlutverk, kynhneigð, ástarhneigð, nautn, nánd og fjölgun. Kynhneigð upplifum við og látum í ljós með hugsunum, órum, óskum, sannfæringum, viðhorfum, gerðum, hefðum, hlutverkum og samskiptum. Þó svo hins vegar að kynhneigð geti falið í sér alla þessa þætti er ekki svo að við skynjum né látum í ljós alla þeirra. Kynhneigð verður fyrir áhrifum af víxlverkun milli líffræðilegra, sálrænna, félagslegra, efnahagslegra, stjórnmálalegra, menningarlegra, lagalegra, sögulegra, trúarlegra og andlegra þátta.“

En hvað finnast margar kynhneigðir?

Í greininni segir að afar erfitt sé að útbúa tæmandi yfirlit yfir allar gerðir kynhneigðar vegna þess að kynhneigð er ansi persónuleg og einstaklingsbundin tilfinning. Í rauninni nægir að einhver einstaklingur lýsi sínu kynferðislega eftirlæti á nýjan og þá hefur bæst við ný kynhneigð. Eftir því sem við verðum meðvitaðri um málefnið fjölgar stöðugt hugtökum sem tákna ólíka kynhneigð.

Hér fyrir neðan má finna yfirlit yfir 86 meira eða minna viðurkenndar gerðir kynhneigðar. Birtast orðin á listanum á ensku með lauslegri íslenskri þýðingu Lifandi Vísinda:

- Auglýsing -
  • Abnosexuality (sveiflukynhneigð)

 

  • Abrosexuality (skiptikynhneigð)

 

  • Aceflux (kynleysishneigð)

 

- Auglýsing -
  • Aegosexuality (vanþátttökuhneigð)

 

  • Aequesexuality (kynlífslöngunarhneigð)

 

  • Agynosexuality (kvenleikaskortshneigð)

 

  • Akoisexuality (vanendurgjaldshneigð)

 

  • Alloromantic (alástarhneigð)

 

  • Allosexuality (alkynhneigð)

 

  • Amorplatonic (ástarandleg hneigð)

 

  • Ambisexuality (tvíræð kynhneigð)

 

  • Androbisexuality (karlmennskutvíkynhneigð)

 

  • Androflexible (karlmennskusveifluhneigð)

 

  • Androgynosexuality (tvíkynjakynhneigð)

 

  • Androsexuality (karlahneigð)

 

  • Antrosexuality (vankynhneigð)

 

  • Apothisexuality (kynlífsstundunaróbeitarhneigð)

 

  • Aromantic (ástleysishneigð)

 

  • Asexuality (eikynhneigð)

 

  • Auto romantic (sjálfskynhneigð)

 

  • Autosexuality (sjálfskynlífshneigð)

 

  • Avansexuality (kynseginhneigð)

 

  • Bicurious (tvíáhugahneigð)

 

  • Biromantic (tvíástarhneigð)

 

  • Bisexuality (tvíkynhneigð)

 

  • Bi+sexuality (tví+kynhneigð)

 

  • Casssexuality (áhugaleysiskynhneigð)

 

  • Ceasesexuality (tímabundin kynhneigð)

 

  • Coeosexuality (fyrstaskiptiskynhneigð)

 

  • Cupidosexuality (líkamleg kynhneigð)

 

  • Cupiosexuality (ástarhneigðarskortur)

 

  • Ceterosexuality (kynseginsleysishneigð)

 

  • Demi romantic (tilfinningaástarhneigð)

 

  • Demisexuality (tilfinningakynhneigð)

 

  • Femmesexuality (kvenleikakynhneigð)

 

  • Fictosexuality (ímyndunarveruhneigð)

 

  • Finsexuality (kveneðliskynhneigð)

 

  • Flexisexuality (sveigjanleg kynhneigð)

 

  • Fraysexuality (ókunnugrakynhneigð)

 

  • Gay (hýr)

 

  • Graysexuality (grá einkynhneigð)

 

  • Grayromantic (líttástarhneigð)

 

  • Gynesexuality/gynosexuality (kvenkynhneigð)

 

  • Heteromantic (gagnástarhneigð)

 

  • Heterosexuality (gagnkynhneigð)

 

  • Homo romantic (samástarhneigð)

 

  • Homosexuality (samkynhneigð)

 

  • Iculasexuality (kynlífshneigð)

 

  • Kalossexuality (vanlöngunarhneigð)

 

  • Lamvanosexuality (eiginkynhneigð)

 

  • Lesbian (lesbíukynhneigð)

 

  • Libidoist asexuality (sjálfsfróunarhneigð)

 

  • Limnosexuality (myndörvunarhneigð)

 

  • Lithosexuality (einstefnukynhneigð)

 

  • Masexuality (alkarlahneigð)

 

  • Mascusexuality (karlmennskukynhneigð)

 

  • Minsexuality (karleðliskynhneigð)

 

  • Monosexuality (einkynhneigð)

 

  • Multisexuality (margkynjahneigð)

 

  • Mutosexuality (snöggbreytikynhneigð)

 

  • Narysexuality (kynseginhrifningarhneigð)

 

  • Neusexuality (kynlausrahneigð)

 

  • Ninsexuality (alkynseginhneigð)

 

  • Nonlibidoist asexuality (kynhvatalausrahneigð)

 

  • Novosexuality (breytikynhneigð)

 

  • Omnisexuality (allrakynjahneigð)

 

  • Onesexuality (einsrekkjunautarhneigð)

 

  • Pansexuality (pankynhneigð)

 

  • Panromantic (panástarhneigð)

 

  • Penultisexuality (undanskilin samkynhneigð)

 

  • Polysexuality (fjölkynhneigð)

 

  • Pomosexuality (kynhneigðarleysi)

 

  • Proculsexuality (vonleysiskynhneigð)

 

  • Queer (hinseginhneigð)

 

  • Sanssexuality (handahófs kynhneigð)

 

  • Sapiosexuality (greindarkynhneigð)

 

  • Sex-averse (kynlífsfráhverfuhneigð)

 

  • Sex-favorable (kynlífsáhugahneigð)

 

  • Sex-indifferent (kynlífstómlætishneigð)

 

  • Sex-repulsed (kynlífsóbeitarhneigð)

 

  • Skoliosexuality (kynskiptingahneigð)

 

  • Spectrasexuality (fjölkynjahneigð)

 

  • Taosexuality (árukynhneigð)

 

  • Zygosexuality (margfélagakynhneigð)

 

Samkvæmt Lifandi vísindum er yfirlitið þetta samsett úr ýmsum heimildum, m.a. Medical News TodayHealthlineUnite og Webmd.

Þá má lesa hér nokkrar útskýringar Lifandi vísinda á nokkrum kynhneigðum sem þekktust ekki á árum áður:

KYNLEYSISHNEIGÐ (ASEXUALITY)

Þeir sem teljast vera haldnir kynleysishneigð hafa enga eða litla löngun til að stunda kynlíf með öðrum, óháð kyni þeirra.

Þessir einstaklingar geta þó engu að síður borið heitar tilfinningar í garð maka, átt í ástarsambandi eða stundað kynlíf.

Sumir þeirra sem aðhyllast kynleysishneigð fá fullnægju af sjálfsfróun á meðan aðrir fá stöku sinnum löngun í kynlíf. Þeir sem finna aldrei fyrir slíkri löngun teljast enga kynhvöt hafa.

PANKYNHNEIGÐ

Með pankynhneigð er átt við einstaklinga sem laðast að öllum kyneinkennum eða í raun, öllu fólki, óháð kyneinkennum þess.

TILFINNINGAKYNHNEIGÐ (DEMISEXUALITY)

Með hugtakinu tilfinningakynhneigð er átt við þá sem laðast fyrst kynferðislega að öðrum einstaklingi eftir að hafa bundist honum tilfinningaböndum.

ALKYNHNEIGÐ (ALLOSEXUALITY)

Þeir sem samsama sig við alkynhneigð laðast reglulega að öðru fólki kynferðislega. Þetta er með öðrum orðum andstætt við það að vera með kynleysishneigð og langflestir eru með svokallaða alkynhneigð.

KVENEÐLISKYNHNEIGÐ (FINSEXUALITY)

Þeir sem eru með kveneðlishneigð laðast ekki að öðru kyninu umfram hinu, heldur að fólki sem er kvenlegt.

Þetta táknar að þeir sem eru með kveneðlishneigð laðast að kvenlegum einstaklingum, hvort heldur þeir kunna að vera fæddir sem konur, kvenlegir karlar, kynsegin verur eða transkonur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -