Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

„Tilgangurinn sá að fá viðskiptamenn til að taka að sér afgreiðslustörfin – kauplaust“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mér dettur ekki í hug að aðstoða stórmarkaði við að fækka starfsfólki. Nota aldrei sjálfsafgreiðslukassana. Ég fer í röðina hjá mönnuðum kössum því ég er viðskiptavinur. Ekki starfsmaður. Ekki gerast ókeypis vinnuafl! Því ekki hefur verðið lækkað.“

Þetta eru skilaboðin á mynd sem hefur verið deilt í Facebookhópinn Vertu á verði – eftirlit með verðlagi. Þórður, sem deilir myndinni, tekur undir skilaboðin með orðunum:

„Sá þessi skilaboð hér á fésbókinni. Verð að taka undir þetta, einkum í ljósi þess hversu miklar hækkanir hafa orðið á ýmsum vörum.“

Fólk virðist almennt hafa miklar skoðanir á þessu máli og æ oftar heyrast þær aðvaranir að stutt sé í að ótal störf verði útdauð með aukinni tæknivæðingu.

Píratar hafa til að mynda mikið talað fyrir innleiðingu borgaralauna, meðal annars af þessum ástæðum.

Skiptar skoðanir eru á skilaboðum upphafspóstsins í Facebookhópnum en ýmsir velta því þó upp að það skjóti skökku við að aukin sjálfsafgreiðsla og sjálfvirk þjónusta skili sér ekki í lækkuðu vöruverði verslana.

- Auglýsing -

Stefán veltir fyrir sér hvort um raunverulega hagræðingu sé að ræða:

„Eitt sem ég skil ekki það er röflið í fólki um að þessir kassar minnki langar biðraðir á kassana og flýti fyrir. Ja nú þarftu þegar þú ert á sjálfsafgreiðslukassa að skanna allar vörurnar sjálfur og leggja á borðið. Mátt ekki vera með aðstoðarmann með þér að setja í pokann jafnóðum því þá fer sjálfsafreiðslukassinn í rugl. Á mönnuðu kössunum lætur þú starfsmann skanna á meðan þú setur jafnóðum í pokann hvort sem þú ert einn eða með aðstoðarmann með þér í för.“

Smári telur aukna sjálfsafgreiðslu vera af hinu góða og tekur heldur fálega í umkvartanir netverja:

- Auglýsing -

„Viða mikill barlómur yfir smáframförum við afgreiðslu í búðum. Vonandi er stutt í að vöruskráning og greiðsla verði alsjálfvirk.“

„Í núverandi fyrirkomulagi felst hvorki sjálfvirkni né framför, – einungis tilfærsla á handvirkri vinnu frá verslun til viðskiptamanns til að bregðast við þeim þrengingum sem verslunin hefur búið til!!,“ segir Baldur meðal annars.

Hann heldur áfram:

„Eina ástæðan fyrir því að verslunin lætur þig bíða í 15 mín. eða lengur eftir að fá afgreiðslu á kassa er auðvitað sú að starfsmannahald hefur viljandi ekki verið látið fylgja eftirspurn viðskiptamanna eftir afgreiðslu. Tilgangurinn er auðvitað sá að fá viðskiptamenn til að taka að sér afgreiðslustörfin, – kauplaust og án þess að fá að njóta lægra vöruverðs.“

„Það borgar mér heldur enginn fyrir að bíða 15 mín. lengur eftir þjónustu við kassann, svo ég nýti mér oft sjálfsafgreiðsluna. Hvað kostar ykkar korter?,“ segir Gréta.

 

Mannlíf fjallaði um aukna sjálfsafgreiðslu í verslunum í vor og komst að því eftir að hafa haft samband við Bónus að þar væri ekki á dagskrá að lækka vöruverð í samhengi við aukna notkun sjálfsafgreiðslukassa.

„Akkúrat, það næsta verður að þegar maður fer á veitingastað þá þarf maður að elda sjálfur! Hver er munurinn??,“ segir María.

Kolbrún varpar nýju ljósi á málið:

„Þessir kassar skapa reyndar störf sem þar að auki eru betur launuð heldur en kassa starfið. Fjölgum vel launuðum störfum og styðjum við endur og símenntun til að hjálpa til við tilfærslu á störfum.“

Hákon setur málið upp með skýrum hætti:

„Sjálfsafgreiðslukassar gera eitt af þrennu:

1) Hækka gróða og arðgreiðslur til eigenda; og/eða

2) Hækka laun þeirra starfsmanna sem eftir eru; eða

3) Lækka verð til neytenda.

Það vita allir að 2) og 3) hefur ekki, og er aldrei að fara að gerast á Íslandi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -