Mánudagur 16. september, 2024
8.2 C
Reykjavik

Tímasetning brotthvarfs Eggerts vekur furðu – Kynnir árshlutauppgjör

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Líkt og fjallað hefur verið um síðustu daga hefur Eggerti Þór Kristóferssyni verið sagt upp starfi sem forstjóri Festi. Athygli vekur að hann mun hætta fjórum dögum eftir kynningu árshlutauppgjörs vegna 2. ársfjórðungs og mun því kynna uppgjörið. Viðskiptablaðið greinir frá þessu.

Eggert Þór hefur starfað hjá N1 og Festi í 11 ár. Hann var fjármálastjóri N1 en tók við sem forstjóri fyrirtækisins árið 2015. Fyrir fjórum árum keypti N1 Festi undir stjórn Eggerts. Á þeim tíma var markaðsvirði N1 18 milljarðar króna. Á því tímabili sem Eggert hefur gegnt starfi forstjóra hjá Festi hefur félagið skilað miklum hagnaði. Festi er í dag móðurfélag N1, Krónunnar, Elko og fleiri fyrirtækja.

Festi hagnaðist um 5 milljarða króna á síðasta ári. Í dag er markaðsvirði félagsins 66 milljarðar króna.

Í Viðskiptablaðinu segir að þegar skipt var um forstjóra hjá N1 árið 2015, hafi verið greint frá því að fráfarandi forstjórinn, Eggert Benedikt, myndi hætta strax í starfi sínu og Eggert Þór taka við. Líkt og kom fram í tilkynningu frá Festi til Kauphallarinnar í síðustu viku, þá mun Eggert Þór ekki hætta fyrr en eftir 31. júlí. Það rennir sterkum stoðum undir það að Eggert Þór hafi sannarlega ekki haft það í hyggju að hætta, að eigin frumkvæði. Það þykir athyglisvert hvenær hann kemur til með að hætta, en það er fjórum dögum eftir að árshlutauppgjör verður kynnt.

Eins og áður hefur komið fram hélt Festi því fram í tilkynningu til Kauphallarinnar að Eggert Þór hefði sjálfur sagt upp. Samkvæmt heimildum Mannlífs er það þó ekki svo, heldur var honum sagt upp. Skýringin sem Festi og Eggert Þór gaf út virðist ekki heldur hafa sannfært marga, þar á meðal hluthafa í félaginu, sem margir eru sagðir afar ósáttir vegna uppsagnarinnar. Eggert Þór hefur verið vel liðinn í starfi og með gott orðspor.

Samkvæmt heimildum var það fyrir tilstilli ákveðinna hluthafa að stjórn félagsins ákvað að segja Eggerti Þór upp.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -