Föstudagur 7. október, 2022
3.8 C
Reykjavik

Timbursalinn áfram í haldi lögreglu: „Óskað eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Enn vindur risastóra kókaínmálið upp á sig og rannsókn er í fullum gangi. Gæsluvarðhald yfir þremur af meintum smyglurum í 100 kg kókaínmálinu rennur út í dag, 14. september. Einn fjórmenninganna sætir afplánun vegna fyrri brota og því í öruggu haldi lögreglu.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfesti að ákvörðun hefði verið tekin um framhaldið á 100 kílóa kókaínmálinu: „Já, það verður sem sé óskað eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi í dag yfir þremur sakborninganna í þessu máli.“

Vert er að benda á að gæsluvarðhald er tímabundin frelsissvipting sem beitt er í þágu rannsóknar eða meðferðar sakamáls á grundvelli dómsúrskurðar þegar tiltekin skilyrði eru fyrir hendi. Héraðdómur tekur málið fyrir í dag. Líklegt er að krafa lögreglunnar verði samþykkt.

Málið er það stærsta sem komið hefur til kasta íslensku lögreglunnar. Fundist hafði áður óheyrt magn af kókaíni í gámi með timbri sem kom frá Brasílíu í Sundahöfn. Timbursendingin hafði viðkomu í Hollandi. Tollverðir þar í landi fundu efnið og létu íslensk yfirvöld vita. Viðtakandi sendingarinnar, reykvískur timbursali, var handtekinn þegar hann vitjaði innihalds gámsins. Aðild hans að málinu kemur mjög á óvart. Hann á að baki sorgarsögu þar sem sonur hans lét lífið vegna ofneyslu eiturlyfja. Mannlíf fjallaði um mál timbursalans. Sjá hér.

Upphaf málsins var að þann 17. ágúst birtist eftirfarandi frétt á heimasíðu lögreglunnar: „Þrír aðilar voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 14. september, í þágu rannsóknar lögreglu á innflutningi á miklu magni af fíkniefnum. Einn til viðbótar sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins, en sá hefur verið færður í afplánun vegna annarra mála. Um er að ræða tæplega 100 kg af kókaíni sem var falið í vörusendingu á leið til landsins. Málið er tilkomið vegna frumkvæðisrannsókna á skipulagðri brotastarfsemi og miðar rannsókn þess vel.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -