Föstudagur 2. júní, 2023
10.8 C
Reykjavik

Tjaldurinn Tryggvi og gjaldþrota Selfoss

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í góðum málum

Aðdáendur tjaldsins Tryggva og spúsu hans, Tryggvínu, eru í þokkalega góðum málum enda hefur parið snúið aftur í óðal sitt í Ármúlanum. Fram undan eru því fjölmargar fréttir hjá Mannlífi um samlíf parsins, líkt og á síðasta ári við fádæma vinsældir. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að óðal tjaldanna er á þaki Ísólar ehf., sem er við hlið skrifstofu Mannlífs en starfsmenn miðilsins sjá óðalið út um gluggann á skrifstofu sinni. Og ekki nóg með það, heldur venja Tryggvi og Tryggvína komur sínar á gluggasyllur Mannlífs og banka þar reglulega á rúður.

Í fyrra sögðum við frá ýmsum ævintýrum þeirra, meðal annars frá því er Tryggvi gerði heiðarlega tilraun til að kíkja inn í fataverslun í Ármúlanum. Þá tókum við viðtöl við starfsmenn í Ármúlanum sem sögðu okkur að Tryggvi hefði átt þar óðal í yfir 30 ár. Fuglafræðingur fræddi okkur um líferni tjalda og svo náðum við einstökum ljósmyndum af samförum parsins en það eignaðist þrjá unga í fyrra sumar, þá Ripp, Rapp og Rupp. Því miður komust aðeins tveir þeirra á flug en Rupp lifði ekki út sumarið. Aðdáendur mega sem sagt búast við gleðifréttum, drama, ævintýrum og fræðslu næstu vikur og mánuði og eru því í ansi góðum málum.

Í slæmum málum

Sveitarfélög á Íslandi eru mörg hver í slæmum málum um þessar mundir. Svo illa er komið fyrir sveitarfélaginu Árborg að bæjarstjórn neyðist til að grípa til hagræðingar og sölu eigna, það er á barmi gjaldþrots. Svo slæm er staðan þar að veltufé á hvern íbúa er neikvætt um 76 þúsund krónur. Ýmislegt spilar inn í stöðu Árborgar en bæjarstjórn síðasta kjörtímabils réðst í miklar framkvæmdir og mikill vöxtur hefur verið þar, til dæmis hefur nýr og glæsilegur miðbær litið dagsins ljós. Þá hafa verðtryggð lán verið tekið sem hafa svo hækkað mikið í verðbólgunni sem nú ríkir á landinu og í vaxtahækkunum síðustu missera.

Bæjarstjóri Árborgar, Fjóla Kristinsdóttir, segir þó að þrátt fyrir svartar horfur séu enn mikil tækifæri til endurskipulagningar og hagræðingar. Á mannamáli þýðir það að selja þurfi eignir sveitarfélagsins og segja upp starfsfólki en „mikil tækifæri“ hljóma sársaukalausara en hitt og það vita stjórnmálamenn. Nú er bara að bíða og sjá hvort Sjálfstæðisflokkurinn geti rétt úr kúti Árborgar og ef svo reynist, hversu sársaukafullt það verður.

- Auglýsing -

Þessi pistill og fleira áhugavert efni er að finna í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -