Fimmtudagur 7. desember, 2023
2.8 C
Reykjavik

Tók upp hanskann fyrir lögregluna en hlaut bágt fyrir: „Bara að benda á að löggur eru líka fólk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Gnarr sem vart þarf að kynna, tók upp upp hanskann fyrir lögreglumenn Íslands á Twitter í gær og reyndi þannig að hefja samtal. En fylgjendur hans brugðust heldur illa við pælingar grínistans, sem ólst upp sem sonur lögreglumanns.

„veit að löggan er kannski ekki vinsælasta starfsstéttin í dag en það fer alltaf jafnmikið í taugarnar á mér þegar pólitíkusar reyna að klína klúðri á almennt lögreglufólk sem þarf að vinna ömurleg skítverk fyrir sömu pólitíkusa. löggan er armur laganna en pólitíkusar heilinn,“ skrifaði Jón og átti þá við þá reiðiöldu sem flætt hefur um samfélagsmiðlana eftir að lögreglan, að beiðni dómsmálaráðuneytis Jóns Gunnarssonar, handtók og flutti hælisleitendur til Grikklands í skjóli næturs.

„Lögreglufólk hefur frjálst val, en þau kjósa að gera þetta. Já, ríkisstjórnin er ábyrg en lögreglan líka,“ skrifaði Elín nokkur og svaraði Jón um hæl:

„við erum auðvitað ekki að finna upp hjólið með það. við erum með ljót og ósanngjörn lög en þér finnst það í lagi svo framarlega sem löggtan framkvæmir þau af kurteisi og fagmennsku ? mér finnst það ekki“

Sveinn nokkur skrifaði eftirfarandi svar: „Skv. siðareglum lögreglumanna mega þeir, nei eiga þeir, að hafna að framfylgja skipunum sem stríða gegn siðferði þeirra. Lögreglan er ekki saklaus og ekki lögreglumenn heldur virkir þátttakendur.“

Næsta færsla Gnarrs hljóðaði eftirfarandi:

- Auglýsing -

„að pönkast í löggunni fyrir að framfylgja lögum, sem er beisikklí starfslýsingin þeirra, (lög-reglan) er svipað og að hrauna yfir kennara útaf aðalnámskrá eða skamma sjúkraliða vegna lyfjagjafar eða hengja bakara fyrir smið“

Óli nokkur svaraði að bragði: „Það hefur enginn sjúkraliði spreyjað piparúða í augun á mér til að koma í veg fyrir að ég gæti tekið upp myndband af öðrum sjúkraliðum að sparka í liggjandi mann.“

„þetta eru hártoganir. löggan fær ekki piparúða til að spreyja framan í þig á ebay. það er e-r sem tekur þá ákvörðun að ef að lögga metur það svo, að henni stafi hætta af Óla, þá megi hún spreyja ákveðinni piparblöndu, sem er samþykkt, framan í Óla,“ svaraði Jón þá.

- Auglýsing -

Einn fylgjandi Jóns skýtur á grínistann:
„Uuuuu þú áttar þig á því að heimurinn ákvað í sameiningu fyrir að verða 80 árum að Nurembergar vörnin væri ekki gild vörn.“

Jón, sem á þessum tímapunkti virðist orðinn þreyttur, svaraði: „bara að benda á að löggur eru líka fólk“

Þegar þarna var komið við sögu voru svörin sem bárust Jóni farin að hitna heilmikið:

„Einu sinni varstu en núna veit enginn hvað í fjandanum þú ert. ‘Starfsmönnum lögreglu er skylt að hlýða löglegum fyrirskipunum yfirmanna um störf sín og fylgja þeim eftir af trúmennsku, svo framarlega að þau brjóti ekki alvarlega gegn siðferðiskennd hans.’“

Þá birti einhver samsetta ljósmynd af Jóni sleikja lögreglustígvél en Jón hrósaði viðkomandi fyrir flotta mynd.

Wilhelm var smekklegur eða hitt þó heldur en hann birti mynd af hermönnum í Norður Kóreu og skrifaði til Jóns: „En þú fílar lögregluna í Norður-Kóreu, ekki satt?“

Mun fleiri skrifuðu athugasemdir og að lokum skrifaði Jón nýja færslu:

„Slakiði svo aðeins á krakkar. Bjarni er ennþá formaður og mun sigla okkur öllum, styrkum höndum og heilum í höfn í Garðatorgi framtíðarlandsins! Þetta reddast allt saman“

Bætir hann svo við: „að vera lögga er erfiðasta starf á Íslandi. hver vakt er óvissuferð og þú þarft að ganga inní aðstæður og sjá hluti sem engin manneskja ætti að þurfa að sjá. þunglyndi og kvíði er hluti af starfinu, sjálfsvígstíðnin er ein hæsta meðal starfsstétta. og úrræði eru takmörkuð“

Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur svaraði þeirri færslu:

„En er þetta endilega ósamræmanlegt hinu að bæði misbeiti lögreglan oft valdi sínu og beiti fólk óþarfa ofbeldi, og að hún framkvæmi oft fyrirskipaðan skepnuskap sem væri kannski ágætt að hún sleppti (og hefur rétt til að sleppa skv. lögum)?“

Því svaraði Jón að bragð:

„jú, það er hárrétt. nýafstaðnar aðgerðir löggunnar gegn fötluðum manni og skólabörnum sanna það. en við erum með harkalegt kerfi og ábyrgðarlausa stjórnendur. það tel ég rót vandans. bara sama og CRASS bentu á in the 80’s. vandamálið er Thatcher en ekki kall í löggubúningi“

Fleiri leggja orð í belg en að lokum játar Jón sig sigraðan með færslu sem hljóðaði svo:

„hatrið gegn löggunni er svo mikið að ef einhver reynir að taka upp hanskann fyrir almennar löggur og benda á að þetta er bara fólk sem er að vinna hræðilega erfitt starf verður viðkomandi tekinn niður með öllum ráðum því heiftin skal ráða för“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -