Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Töluverð aukning í útgáfu bóka á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vísbendingar eru um aukna útgáfu bóka hér á landi ef tekið er mið af skráðum titlum í Bókatíðindi, yfirlitsrit Félags íslenskra bókaútgefenda yfir bækur gefnar út á árinu.

Samkvæmt skráningum í Bókatíðindum, sem út koma árlega, fjölgar titlum um 47% milli ára í flokki skáldverka fyrir börn og 39% milli ára í flokki ungmennabóka, 51% í flokki ljóða og leikrita, 27% í flokki skáldverka fyrir börn og 21% í flokki skáldverka fyrir fullorðna (nýjar íslenskar bækur og endurútgáfur).

„Við gleðjumst yfir því að fleiri bækur komi út á íslensku því þá er líklegra að lesendur finni efni við sitt hæfi – fjölbreytnin vinnur með okkur í því verkefni að efla íslenskuna og bæta læsi. Það er aldrei svo að einn lesandi komist yfir alla útgáfuna en það er frábært fyrir alla að hafa meira val, ekki síst yngri lesendur sem hafa hvatt til aukinnar útgáfu bóka fyrir börn og ungmenni,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, á vef Stjórnarráðsins.

Þessar tölur miðast við prentaðar bækur í þessum flokkum í Bókatíðindum árin 2018 og 2019. Bókatíðindi eru þó ekki tæmandi yfirlit um útgáfuna í heild sinni því ekki eru allar bækur skráðar þar og í þeirri tölfræði er ekki gerður greinarmunur á frum- og endurútgáfum bóka.

Þess má geta að fyrr á þessu ári tóku gildi lög um stuðning við útgáfu bóka á íslensku en markmið þeirra er að efla bókaútgáfu vegna mikilvægis hennar fyrir íslenska tungu og eflingu læsis. Útgefendur geta nú sótt um endurgreiðslu á 25% kostnaðar sem hlýst af útgáfu bóka og hafa þegar borist rúmlega 150 umsóknir til endurgreiðslunefndarinnar vegna bóka sem komu út á fyrri hluta þessa árs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -