Þriðjudagur 15. október, 2024
7.4 C
Reykjavik

Tölvuleikir tengja grænlensk börn við umheiminn: „Þau kunnu meira en ég hélt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég hef ekki tölu á því hversu mörg þau eru börnin sem eru búin að koma en þau eru yfir 400,“ segir Stefán Herbertsson um grænlensku skólabörnin sem KALAK – Vinafélag Íslands og Grænlands og Kópavogsbær hafa í átján ár boðið hingað til lands til þess að læra að synda.

„Við byrjuðum með ellefu ára börn en eftir Covid og tveggja ára hlé voru þau þrettán ára þegar þau komu og við höfum haldið okkur við það enda hefur það bara komið miklu betur út.“

Börnin koma frá dreifðari byggðum á austurströnd Grænlands og dvelja hér í um það bil viku, ganga í skóla í Kópavogi og læra að synda í Salalaug. „Kópavogsbær er náttúrlega helmingurinn af þessu verkefni. Tekur á móti þeim á morgnana, sér um sundkennsluna og að þau hitti íslenska krakka.“

Þess á milli fer Stefán með þau um víðan völl þar sem margt spennandi ber fyrir augu og sumt jafnvel í fyrsta skipti. Hópurinn sem hélt heim á leið um helgina fór til dæmis á hestbak en slíkar skepnur fyrirfinnast ekki á austurströndinni. 

„Þegar maður fer að hugsa út í það þá eru öll dýr sem þau þekkja stórhættuleg. Það eru bara ísbirnir og eitthvað svona en svo koma þau hingað og eru sett á hestbak og það hefur ekki eitt einasta neitað að fara á hestbak á öllum þessum tíma.“

Krakkarnir heimsóttu einnig Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, á Bessastöðum, skoðuðu Gullfoss og Geysi og kynntu sér rafíþróttir í Arena þar sem eftirvæntingin og gleðin skein úr hverju andliti þegar þau komu inn í stóran spilasalinn og fundu sér sæti við leikjatölvu.

- Auglýsing -

Algleymi í rafsportinu
Ljósmynd: Atli Már

„Þetta er í annað skipti sem þau kíkja í tölvuleiki og ég held einmitt að þessi hugmynd að stunda rafíþróttirnar skipulega og kenna þeim á þetta sé alveg upplögð tenging til þess að reyna að koma þeim í samband við íslenska krakka í gegnum leikina,“ segir Stefán.

Þegar á rafíþróttahólminn var komið varð strax ljóst að flestir kunnu krakkarnir eitthvað fyrir sér og komu Daníel Sigurvinssyni, yfirþjálfara Arena, skemmtilega á óvart. „Þau kunnu meira en ég hélt og þegar ég spurði hversu mörg hefðu spilað tölvuleiki réttu allir upp hönd,“ segir Daníel sem allt eins átti von á krökkum sem hefðu aldrei notað tölvu.

- Auglýsing -
Krakkarnir komu Daníel þjálfara í opna skjöldu og hann komst ekkert áfram með þau í Minecraft.
Ljósmynd: Atli Már

Daníel tók á móti hópnum með glærukynningu um hinn vinsæla leik Minecraft sem síðan stóð þeim opinn í tölvum leikjasalarins. Krakkarnir voru hins vegar snöggir að skipta yfir í aðra leiki sem greinilega heilluðu meira. „Á endanum var enginn í Minecraft þannig að ég gerði glærukynningu um leik sem enginn vildi spila.“

Jørgen Danielsen kennari frá Grænlandi og Stefán Herbertsson, frá KALAK, nutu aðstoðar Daníels Sigurvinssonar, yfirþjálfara Arena, þegar kom að því að leiðbeina krökkunum við tölvurnar.
Ljósmynd: Atli Már

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -