Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
10.8 C
Reykjavik

Tómas bendir á sóðaskap við Keflavíkurflugvöll: „Þetta er metnaðarleysi að hafa þetta ekki í lagi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Tómas J. Knútsson, stjórnandi Bláa hersins, vakti athygli á sóðaskap við Keflavíkurflugvöll á Facebook en færslan hefur vakið gríðarleg viðbrögð.

„Skyldi umræða um þessar yfirfullu ruslatunnur rata í fjölmiðla en svona eru þær yfirleitt þegar ég á ferð um Flugstöðina okkar. Þið deilið þessu endilega vegna þess að ég vil að þetta rati í fjölmiðla. Þetta er metnaðarleysi að hafa þetta ekki í lagi. Ég ætla ekki að segja meira um þetta í bili.“

Troðfull ruslatunna
Ljósmynd: Tómas J. Knútsson

Færslunni hefur verið deilt yfir 200 sinnum og margir hafa tjáð sig í athugasemdum og eru allir sammála um að þetta sé ekki til fyrirmyndar.

Meira Rusl
Ljósmynd: Tómas J. Knútsson

Fjölmiðlafulltrúi Isavia, Guðjón Helgason sagði í samtali við Mannlíf að fyrirtækinu þætti mjög mikilvægt að fá ábendingar frá farþegum um það sem má gera betur en betra væri ef haft er samband beint við fyrirtækið. Varðandi þessar myndir sem Tómas birti sagði Guðjón að það væri alveg klárt að Isavia vildi ekki hafa þetta eins og myndirnar sýndu. „Það sem hefur gerst núna er að við höfum aukið tíðnina varðandi tæmingu á tunnunum. Tíðnin á tæmingunum var minnkuð í Covid, eðli málsins samkvæmt en svo höfum við þurft að stilla af tíðnina upp á nýtt, í samræmi við aukna útferð í sumar og í tengslum við háannatíma þar sem við þurfum að tæma tunnurnar með meiri tíðni. Það sem gerist oft er það að það koma rútur við flugstöðina með stóra hópa af fólki sem er að fara úr landi. Og þetta fólk er oft með umbúðir utan um mat og fleira sem það þarf að losa sig við þegar það kemur úr rútunum. Og þá eru þessar tunnur fljótar að fyllast. En við höfum gert og munum gera það áfram að miða við auknar ferðir fólks, að tryggja það að þessar tunnur séu tæmdar oftar, þannig að staðan verði ekki aftur eins og þessar ljósmyndir sýna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -