Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Tómas sofnaði á Alþingi: „Lokaði augunum og á góðri stundu þá datt ég aðeins út“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tómas situr við borð nr. 54 í þingsalnum en það eru breytingar í vændum því brátt verður dregið um sætin í þingsalnum.

„Þetta er besta sætið í húsinu. Ég hef svo gott útsýni yfir alla og svo ligg ég svo vel við því ég lendi í mynd hjá ykkur,“ segir Tómas.

Aðspurður hvort hann hafi þurft að vinna fram á nótt segist Tómas hafa þurft að undirbúa sig fyrir þingið í gærkvöldi, spá og spekúlera. „Maður þarf að vinna heimavinnuna,“ segir Tómas.

Þing tveimur mánuðum eftir alþingiskosningar

Þingmenn settust á þing í gær tveimur mánuðum eftir alþingiskosningar. Marga þingmenn var farið að lengja eftir því að geta loks hafið hina eiginlegu þingmennsku. Mikil ró virðist hafa færst yfir þingsalinn í dag og rúmum hálftíma eftir að þingfundur hófst leit út fyrir að einhverjir í salnum væru farnir að dotta. Tómas A. Tómasson, veitingamaður og nýr þingmaður Flokks fólks, sat með lokuð augun undir ræðum þingmanna.

„Ég byrjaði á því að einbeita mér og lokaði þá augunum og svo á góðri stundu þá datt ég aðeins út,“ segir Tómas þegar Fréttastofa RÚV náði tali af honum í þinghléi.

Stóð ekki upp 

Umræðuefnið á Alþingi er talning atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Þannig að þú missir ekki svefn yfir því? 

„Nei, nei,“ svarar Tómas. „Ég sat 5 klukkustundir í stólnum og stóð ekki upp,“ segir Tómas og bætir við að bara hann og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, hafi setið kyrr allan tímann.

- Auglýsing -

Tómast segist engu að síður vera mjög áhugasamur um þingstörfin og bíður fullur tilhlökkunar eftir að greidd verði atkvæði um tillögur um hvernig skuli bregðast við stöðunni í Norðvesturkjördæmi. Hann vill ekkert láta uppi um það hvernig hann hyggst greiða atkvæði.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -