Föstudagur 26. maí, 2023
5.1 C
Reykjavik

Tryggvi vill banna snjallsíma í skólum: „Hjá stelpunum hefur orðið algjör sprenging í kvíða“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Ég er mikill gagnakall og eftir að hafa legið yfir þessu finnst mér niðurstaðan vera orðin talsvert afgerandi. Þegar snjallsíminn byrjar að ryðja sér til rúms á árunum 2011-2013 fara mörg vandamál tengd svefni, kvíða og fleiru að versna til muna. Nú eiga um 99% barna snjallsíma, enda erum við þekkt fyrir að vera mjög fljót að innleiða tæknibreytingar á Íslandi,“ sagði Tryggvi Hjaltason, greinandi hjá CCP, í nýjum Podcast-þætti Sölva Tryggvasonar.

„Hjá drengjum er brottfall úr námi að aukast mikið, stórt hlutfall þeirra getur ekki lesið sér til gagns og ungir karlmenn eru hraðast vaxandi hópur í mikilli örorku. Hjá stelpunum hefur orðið algjör sprenging í kvíða, vanlíðan og svefnvandamálum. Auðvitað er ekki ein skýring á þessu, en það er ekki lengur hægt að horfa framhjá því hvaða hlutverk snjallsímar og samfélagsmiðlar spila í þessarri þróun.” Skoðanir Tryggva hafið vakið mikla athygli en segist hann vilja banna snjallsíma í grunnskólum á Íslandi. Hann segist ekki lengur hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að snjallsímar spili stór hlutverk í vandamálum barna og ungmenna. Hann segir kvíða og óöryggi hjá unglingsstúlkum vera slíkt að þær þori margar ekki út úr húsi nema stífmálaðar.

„Þetta er ein stærsta áskorun samfélagsins okkar í dag og við verðum að taka þessa umræðu. Eftir að ég byrjaði að tjá mig um þessa hluti opinberlega hef ég talað við mörg hundruð foreldra og ég á enn eftir að hitta eitt foreldri sem er ekki í einhvers konar veseni með snjallsímanotkun barnanna sinna. Þetta eru líklega orðnir 500 foreldrar sem ég hef talað við um þessi mál, þannig að það segir okkur eitthvað. Ég hef líka átt samtöl við tugi skólastjórnenda og mikið af kennurum og núna er ég orðinn 100% sannfærður um það að það eigi bara að banna snjallsíma í skólum. Það er engin ástæða sem vegur nógu þungt á móti kostnaðinum!”

Krakkar virðast mörg vera á sama máli. „Eftir að hafa talað um þetta við svona marga hef ég fengið mikið af sorglegum sögum til mín. Krakkar sem segja sögur af því þar sem er verið að taka myndir af þeim úr laumi og breyta svo myndunum og senda út um allt. Það er á köflum orðin ógnarstjórn af því að það séu símar úti um allt og mikið af börnum og unglingum hafa lent í ömurlegum hlutum tengt myndum af þeim sem hafa farið í dreifingu.”
Þáttinn má sjá hér að neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -