Fimmtudagur 23. mars, 2023
-2.1 C
Reykjavik

Tugir flugmanna hjá Play vilja færa sig yfir til Icelandair

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Á fjórða tug flugmanna og flugstjóra hjá flugfélaginu Play hafa sótt um stöðu flugmanna hjá Icelandair. Flugfélagið Icelandair auglýsti í síðasta mánuði eftir flugmönnum með reynslu til þess að starfa yfir sumarvertíðina en samkvæmt heimildum túristi.is sóttu alls um það bil hundrað manns um stöðuna. Þá var greint frá því í janúar síðastliðnum að fjöldi flugþjóna hafi sagt upp störfum hjá Play en ástæðan var meðal annars sögð vera vegna óánægju með laun. Samkvæmt heimildum Mannlífs hafa bæði núverandi og fyrrverandi flugþjónar lýst því yfir að laun séu í engu samræmi við álag.

Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, ræddi við Fréttablaðið í kjölfar uppsagnanna í janúar þar sem hún sagði starfsmannaveltuna eðlilega. ,,Nokkrir flugliðar hafa vissulega sagt starfi sínu lausu á síðustu vikum. Þeir flugliðar gáfu upp ýmsar ástæður, til dæmis eru sumir á leið í nám, aðrir sem ákváðu að hverfa til annarra starfa og svo þeir sem eru að hefja störf hjá öðrum flugfélögum. Það er ekki óeðlilegt að það sé starfsmannavelta á svona stórum og vaxandi vinnustað en um 350 manns vinna nú hjá félaginu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -