Miðvikudagur 24. maí, 2023
7.1 C
Reykjavik

Túristar fara inn á einkalóðir og heimili: „Hvað í andskotanum er fólk að hugsa?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Umræða varðandi virðingarleysi túrista í garð bænda skapaðist á íslenskum þræði á miðlinum Reddit. Svo virðist vera að talsvert sé um að erlendir ferðamenn fari inn á einkalóðir og jafn vel inn á heimili annara. Þá hefur verið mikið um það að bændur neyðist til þess að setja upp skilti, ýmist við húsnæði, lóðir eða dýragerði.

Í upphafsinnlegginu er spurningin svohjóðandi: „Eru íslenskir bændur mikið að lenda í því að túristar séu að atast í dýrunum þeirra?“

Einn þeirra sem svaraði sagði frá hestagerði í nálægð við heimili sitt og virðast íslendingarnir ekki alsaklausir í þessum málum. „Það eru hross á túninu hliðiná mér. Hér stoppar nánar hver einn einasti túristi og reyna að klappa hestunum. Taka allavega upp myndavélarnar og taka myndir, stopp á miðjum vegi. Einn varð svo frakkur að fara á hestbak með dætur sínar. (Fór út og talaði við aðilann – íslendingur, ekki túristi“ Aðrir segja ferðamennina opna hlið og keyra inn á lóðir. Algengasta vandamálið í þessum efnum er þó líklega fjöldi þeirra sem gefur hestum að éta í leyfisleysi. „Minnir að það sé á suðurlandi þar sem það eru tvöfaldar girðingar meðfram veginum svo að hestarnir nái ekki í matinn sem er verið að bjóða þeim.“

„Lendum oft í því að túristi keyrir alla leið upp heimreiðina okkar og inn í hlað beint fyrir framan bæinn sem að er alveg meira en kílómeter frá þjóðveginum. Halda bara að þeir megi keyra hvert sem er fékk ég að heyra frá einum frakka, ekki ánægður með það. Við erum sem betur fer ekki með dýrin okkar á túni við þjóðveginn þannig að við lendum ekki í því að fólk áreiti þau en fæ að heyra þannig sögur frá næstu bæjum. Frekar leiðinleg þessi vanvirðing hjá ferðamönnum. Það eru tvö skilti sem segja bæði Einkavegur og Private Road. Eftir að við settum þau upp þá fækkaði þessum uppákomum en það eru ennþá sumir sem þykjast ekki kunna að lesa, eins og þessi frakki sem ég náði tali af.,“ segir einn notandi og annar hefur enn grófari sögu að segja. „Held að verstu sögurnar séu þegar fólk veður inn og notar klósettin í íbúðarhúsunum. Þau tilfelli sem ég þekki til þá töluðu viðkomandi ekki ensku og erfitt að skilja hvað þeim gekk til.“

Einn kemur með tillögu að lausn í þessum vandræðagangi ferðamannana. „Alveg þessu ótengt og samt ekki. Að þá er bóndi nokkur í Arnarfirði sem er þekktur fyrir að koma út með haglabyssu ef hann sér einhvern ókunnugan á lóðinni hjá sér, semsagt frekar klikkaður náungi. Spurning um að senda nokkra Frakka til hans?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -