Föstudagur 19. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Tuttugu ár frá andláti Ölla: Aðgangseyrir leiks Keflavíkur og Njarðvíkur rennur til Minningarsjóðs hans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í dag eru 20 ár síðan Örlygur Aron Sturluson, leikmaður Njarðvíkur, lést af slysförum, hann var aðeins 18 ára gamall. Ölli, eins og hann var alltaf kallaður, var eitt mesta efni sem hefur komið fram í íslenskum körfubolta.

 

Það er því viðeigandi að í kvöld fer fram El Clasico leikur á milli Njarðvíkur og Keflavíkur í Njarðvík.

Stöð 2 Sport verður með heilmikla dagskrá í tilefni dagsins fyrir þá sem komast ekki á leikinn.

Klukkan 18.10 verður leikur Njarðvíkur og Keflavíkur frá 1999 sýndur og kl. 19.40 verður Domino´s Körfuboltakvöld með „Í minningu Ölla“ í beinni frá Njarðtaksgryfjunni.

Klukkan 20.15 er svo komið að leik Njarðvíkur og Keflavíkur. Þar mætast liðin í 2. og 4. sæti Domino’s deildarinnar.

Ölli var aðeins 18 ára þegar hann lést

Allur aðgangseyrir á leikinn mun renna óskiptur í Minningarsjóð Ölla en hann styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna.

- Auglýsing -

Eftir leikinn verður heimildarmyndin hans Garðars Arnar um Ölla sýnd.

Þeir sem vilja leggja málefninu lið, hvort sem þeir komast á leikinn eða ekki, geta lagt inn á reikning sjóðsins 0322-26-021585, kt. 461113-1090. Allur sá peningur sem safnast fer í að styrkja börn til íþróttaiðkunar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -