Föstudagur 20. maí, 2022
10.8 C
Reykjavik

Tvær konur handteknar í tengslum við andlát átta mánaða stúlku

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Rannsókn stendur nú yfir á dauða átta mánaða stúlku í Manchester.

Lögregla og sjúkralið var kallað út á vöggustofu í bænum Cheadle rétt fyrir klukkan hálf fjögur á mánudaginn vegna átta mánaða stúlkubarns. Ekki er opinbert hvað kom fyrir barnið en hún lét lífið við komu á sjúkrahús.

Tvær konur, 34 og 35 ára hafa verið handteknar í tengslum við málið, grunaðar um alvarlega vanrækslu á barni. Konurnar eru enn í yfirheyrslum.

„Hugur okkar er hjá aðstandendum stúlkunnar sem eru skiljanlega í losti. Við erum að gera allt sem í valdi okkar stendur til að fá svörin sem fjölskyldan á skilið,“ sagði Phil Duffy á blaðamannafundi en hann er yfir rannsókn málsins.

„Síðan málið hófst höfum við fylgt mörgum ábendingum og hafa nú tvær konur verið handteknar. Við höldum áfram að vinna að því að komast að því hvað gerðist,“ sagði Phil.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -