Fimmtudagur 8. desember, 2022
-1.2 C
Reykjavik

Tveir menn fluttu 1914 töflur af OxyContin til landsins – Földu lyfin í nærbuxunum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi tvo karlmenn í sex mánaða fangelsi fyrir innflutning á ávanalyfjum. Mennirnir fluttu inn samtals 1914 töflur af verkjalyfinu OxyContin. Lyfið er notað sem bráðaúrræði við miklum verkjum en hefur einnig töluverð róandi áhrif. Það flokkast undir svokallaða ópíóða og er algengt á meðal fíkla um allan heim.

Mennirnir fluttu lyfið inn til endursölu og dreifingar á Íslandi en þeir komu með flugi frá Póllandi þann 4.maí síðastliðinn.

Mennirnir földu lyfin í nærbuxum sínum, annar var með 670 töflur og hinn 1244 töflur.

„Fyrir brot gegn lögum um ávana-og fíkniefni, með því að hafa, fimmtudaginn 4. maí 2022, í félagi staðið að innflutningi á samtals 1914 töflum af ávana-og fíknilyfinu OxyContin 80 mg (virkt efni: Oxycodonum), sem ákærðu fluttu ólöglega til landsins með flugi nr. W61539 frá Varsjá, Póllandi, ætluðu til sölu og dreifingar á Íslandi. Efnin fluttu ákærðu ólöglega til landsins annars vegar samtals 670 töflur í nærbuxum ákærða Lukasz og hins vegar samtals 1.244 töflur í nærbuxum ákærða Tomasz sem tollverðir fundu við leit á þeim við komuna til landsins,“ sagði í dómnum.

Mönnunum verður gert að sitja sex mánaða fangelsisvist hvor.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -