Þriðjudagur 5. desember, 2023
3.1 C
Reykjavik

Tveir menn hætt komnir í tanki sem fylltist af sjó: „Auðvitað var maður hræddur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekki datt tveimur starfsmönnum Stálsmiðjunnar í hug að vinnudagur þeirra einn í febrúar 1988, ætti eftir að verða næstum því þeirra síðasti.

Mennirnir tveir voru að vinna um borð í Helgarfelli sem lá við Holtagarða. Voru þeir að leita að leka í glussarörum ofan í kjöltanki, þegar vélstjórinn byrjaði skyndilega að dæla sjó í tankinn. Þar sem tankurinn var ekki nema 70 sentimetra hár, var hann fljótur að fyllast af sjó og máttu félagarnir hafa sig alla við til að komast út úr honum á lífi. Mörðust þeir nokkuð við volkið en annar þeirra, Bjarni Steingrímsson, sagði í samtali við DV að þeir hefðu auðvitað orðið hræddir. „Það er ekki það notalegasta að vera fastur í þröngum tanki sem fyllist hratt af sjó,“ sagði hann í samtalinu.

Frétt DV um málið má lesa orðrétt hér fyrir neðan:

Tveir menn hætt komnir við vinnu í Helgafelli:

Fastir í kjöltanki sem fylltist af sjó

Við vorum að leita að leka í glussarörum ofan í kjöltank á Helgafellinu þegar vélstjórinn byrjaði að dæla sjó í tankinn. Tankurinn er ekki nema 70 sentímetra hár og hann fylltist hratt af sjó. Við urðum að synda að opinu og mörðumst allir á sverum þverbitunum á leiðinni. Auðvitað var maður hræddur. Það er ekki það notalegasta að vera fastur í þröngum tanki sem fyllist hratt af sjó,“ segist Bjarna Steingrímssyni, vélvirkja hjá Stálsmiðjunni, frá óhugnanlegri lífsreynslu sem hann lenti í við annan mann við vinnu um borð í Helgafelli þegar skipið lá við Holtagarða. Báðir mennirnir komust upp úr tankinum við illan leik en þeir voru mikið marðir eftir baráttuna við að komast upp úr þröngum tankinum. „Ég býst ekki við því að ég fari aftur ofan í svona tank. Það verður einhver annar að taka að sér þau verkefni,“ sagði Bjarni í samtali við DV.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -