- Auglýsing -
Tvíeykið sívinsæla, Tvíhöfði, snýr aftur á X-inu eftir að hafa hætt á Rás tvö á síðasta ári.
Tvíhöfði, sem saman stendur af Sigurjóni Kjartanssyni og Jóni Gnarr, hefur hætt oftar en hægt er að telja en snýr alltaf aftur. Í þetta sinn snúa þeir félagar aftur á öldum ljósvakans á útvarpsstöðinni X-inu en þar hafa þeir áður verið við fádæma vinsældir.
Í tilkynningu á Facebook segjast þeir ætla að vera með þátt í beinni útsendingu annan hvern föstudag en fyrsti þátturinn fer í loftið á morgun. Tilkynninguna má lesa hér fyrir neðan:
„Á morgun á X-inu 977: TVÍHÖFÐI í BEINNI!!!
Ástkæra hlustönd! Annan hvern föstudag ætlar Tvíhöfði að mæta á X-ið sitt gamla á milli 14-16 og gera einn þráðbeinan þátt þar sem farið verður á vettvang – fréttir sagðar ÁÐUR en þær gerast, útsending rofin, ALLT getur gerst í BEINNI!!! Verið stilltar við útvarpstækið Á MORGUN kl. 14:00!!!“