Miðvikudagur 29. nóvember, 2023
1.1 C
Reykjavik

Tvisvar misst ráðherraembætti vegna pabba síns: „Núna stenst hann ekki tækifærið til að græða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í annað sinn gerist það, að athafnir Benedikts Sveinssonar verða til þess að Bjarni sonur hans missir ráðherraembætti. Í fyrra skiptið skrifaði hann upp á uppreist æru fyrir kynferðisbrotamann og núna stenst hann ekki tækifærið til að græða örlítið. Að hann skuli ekki hafa lært af fyrra atriðinu, er sorglegt,“ bendir Marinó G. Njálsson á í nýrri Facebookar-færslu í kjölfar afsagnar Bjarna Benediktssonar

Marinó bendir á skammvinnan vermi í viðskiptum Benedikts Sveinssonar: „Kaldhæðnin með Íslandsbankabréfin, er að þau eru komin niður fyrir 110 kr. (standa í 109,00 kr. í þessum skrifuðum orðum). Hann gat ekki séð það fyrir og kaupin á þeim var fyrst og fremst tækifæri til að fá smávægilegan afslátt.“

„Virði ákvörðun Bjarna og hve harður hann er á því að virða beri álit umboðsmanns, þó hann sé ekki sammála því,“ skrifar Marinó og bætir við að það sé mjög mikill viðsnúningur frá því sem áður var.

„ … ráðherrar hafa ítrekað litið á dómstóla og umboðsmann sem ómarktæka álitsgjafa utan úr bæ. Vonandi er þetta upphaf að stefnubreytingu í íslenskum stjórnmálum, þar sem stjórnmálamenn axla ábyrgð af mistökum sínum, þó þau hafi verið framin í grandleysi, eins og umboðsmaður bendir á. Umboðsmaður bendir þó líka á, að hvorki hann né almenningur hafi neitt til sannreyna það grandleysi,“ skrifar Marinó og bætir við að miðað við viðbrögð Bjarna Benediktssonar, þegar upp kom um þátttöku föður hans í Íslandsbankaútboðinu, þá trúi Marinó að Bjarni hafi verið grunlaus.

„Hitt er, að útboðsferlið á Íslandsbankabréfunum var klúður og sem æðsti ábyrgðaraðili á því ferli, má segja að vissu réttlæti sé fullnægt með afsögn Bjarna Benediktssonar, þó hún sé á öðrum forsendum,“ segir Marinó og veltir því fyrir sér í lokin hvort Bjarni muni leita í annað ráðuneyti, og telur utanríkisráðuneytið líklegast, eða hvort að hann muni stíga til hliðar og hætta á þingi.

Hér að neðan er færsla Marinós í heild:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -