Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Twitter logar vegna orðalags dómara í nauðgunarmáli: „Gagnrýni er byggð á villandi fréttaflutningi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dómur féll nýlega í Héraðsdómi Norðurlands eystra þar sem maður var dæmdur í þrjú og hálft ár fyrir að nauðga dóttur sinni. Orðalag í dóminum vakti gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum en fjölmargir voru hreinlega orðlausir. En svo virðist sem um misskilning sé að ræða.

Í frétt Vísis um dóminn er vitnað í úrskurðinn en þar segir orðrétt: „Þvert á móti bar honum við þessar aðstæður, úr því hann ákvað að fylgja eftir þeim annarlegu hvötum sínum að eiga kynferðismök við dóttur sína, að ganga ríkt eftir því að skýrt og ótvírætt samþykki lægi fyrir.“

Þessi orð fóru fyrir brjóstið á fjölmörgum á samfélagsmiðlum á borð við Twitter og Facebook og var fólk fljótt að fordæma þau enda skjóta þau skökku við hjá venjulegum leikmönnum sem ekki þekkja tungumál lögfræðinnar upp á hár.

Á þetta bendir Aldís Coquillon laganemi, á Twitter en hún segir málið á misskilningi byggt. „Mikil gagnrýni á forritinu á þennan dóm í dag, byggt á málsgrein sem Vísir birtir úr niðurstöðu hans. Ef dómurinn er lesinn sést að málsgreinin er fengin úr umfjöllun um samþykki og ásetningsstig þegar kemur að heimfærslu brotsins til 194. gr. (nauðgunar).“

Aldís heldur svo áfram með færsluna í athugasemd þar sem hún tekur upp hanskann fyrir dómaranum í málinu. „Umfjöllunin snýr að grundvallaratriði í refsirétti og þessi dómari er virkilega að vanda sig þannig að sakfellingin muni halda. Þessi gagnrýni er byggð á villandi fréttaflutningi og er virkilega ómakleg í garð dómara.“

Villa nokkur skrifar athugasemd við færslu Aldísar og bendir á hvað lagamál getur verið í litlum tengslum við raunveruleikann. „Þetta er mjög áhugavert en það er samt ekkert skrýtið að orðalagið hafi stuðað. Þetta sýnir kannski bara vel hvað lagamál getur verið í litlum tengslum við raunveruleikann og jafnvel sært þess vegna“

- Auglýsing -

Heiðar svarar einnig og segist enn hneikslaður á orðalaginu. „Kaupi það, er samt enn hneykslaður á orðalaginu. Eða kannski þá frekar hneykslaður að ef einhver þarna ætlar að gera rétt þurfi að orða hlutina svona. Orðhengilsháttur í dómskerfinu hefur reyndar pirrað mig í mörg ár. Allt snýst um orðalag en ekki brotin sjálf.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -