Föstudagur 13. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Ugla lætur Bjarna heyra það: „Svona stjórnmál eru hættuleg lýðræðinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Nýjasta áhyggjuefni Bjarna Ben um að hann megi ekki lengur vera afi út af lítilsvægri breytingu í lagatexta er klassíkt dæmi um það sem kallast óttastjórnmál.
Óttastjórnmál eru þegar einhver mál sem eru ekki raunverulegt vandamál eru látin sýnast rosaleg aðför, árás eða útrýming hugmynda, tungumáls eða gilda. Þá eru mikilvægar breytingar fyrir tiltekna minnihlutahópa oft teknar úr samhengi til þess að vekja til ótta, hræðslu og tortryggni í þeirra garð.“ Þannig hefst Facebook-færsla Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur, frambjóðanda Pírata fyrir komandi kosningar.

Í pistlinum vísar Ugla í færslu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra sem hann birti á samfélagsmiðlinum X, þar sem hann hélt því fram að Píratar hefðu lagt fram frumvarp sem bannaði notkun á orðunum afi og amma og að taka ætti upp foreldri foreldris. Hlaut Bjarni fyrir það skammir fjöldi manns sem taldi hann einfalda málið um of.

Sjá einnig: Bjarni Ben fékk það óþvegið frá Pírötum: „Af hverju ertu svona? Þarftu alltaf að ljúga?“

Ugla heldur áfram:

„Það er augljós veruleiki að hvorki Bjarni Ben né aðrir afar hætta að vera afar þrátt fyrir einhverja lítilsvæga breytingu í lagatexta. Að halda einhverju öðru fram er auðvitað bara vitleysa.
Breytingin er hluti af stærra frumvarpi sem snýr að allt öðru, en sem hluta af því þá er lagt til að orðalagi í lögum verði breytt þá leið að ófeðrað barn geti verið kennt við stórforeldri (e. grandparents), í stað þess að geta bara kennt við afa sinn.
Það þýðir að börn geta t.d. verið kennd við ömmu sína eða foreldri foreldris sem er með kynhlutlausa kynskráningu. Það er ekki það sama og að afar megi ekki lengur vera afar. Það segir sig sjálft.“

Segir Ugla að Bjarni viti þetta alveg en sé að beita óttastjórnmálum.

„En auðvitað veit Bjarni Ben þetta alveg.

Óttastjórnmál ganga nefnilega sjaldan út á raunverulegar staðreyndir eða veruleikan eins og hann er. Þau snúast um að vekja til ótta, hræðslu og tortryggni í garð minnihlutahópa og lagabreytinga sem tryggja vernd, öryggi eða inngildingu þeirra.
Þetta sjáum við ekki bara í málefnum hinsegin fólks, heldur líka gagnvart innflytjendum, flóttafólki, fötluðu fólki og í tengslum við réttindi kvenna og jafnréttisbaráttu almennt.
Svona þróun í stjórnmálum er ekki bara óásættanleg, heldur beinlínis hættuleg—og henni þurfum við öll að hafna. Við græðum ekkert á því sem samfélag að taka undir hana eða taka þátt í henni. Hún ýtir bara undir frekari skautun, ójöfnuð og mismunun í samfélaginu. Svona stjórnmál eru hættuleg lýðræðinu.“

Að endingu kemur Ugla með skilaboð til kjósenda:

„Það er löngu kominn tími til þess að við kjósum öðruvísi, og hættum að leiða flokka til valda sem stunda svona óheiðarleg og beinlínis hættuleg stjórnmál.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -