Þriðjudagur 23. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Um 100 manns fluttir slasaðir frá gosstöðvunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Almannavarnir segja frá því að alls hafa 93 verið flutt­ir slasaðir frá gosstöðvun­um og ná­grenni þeirra frá því gjósa tók í Mera­döl­um þann 3. ág­úst.

Al­geng­ast er að fólk meiði sig á ökkla, en of­kæl­ing og ör­mögn­un eru sömu­leiðis sagðar tíðar.

Í skýrslu almannavarna er tekið fram að lögð verði áhersla á að lag­færa göngu- og neyðarleiðir á svæðinu og merkja þær bet­ur. Rat­ljós séu kom­in á alla göngu­leið A þar sem mesta hætt­an hafi verið á að fólk villt­ist.

Laga þurfi rúm­an kíló­metra í viðbót, til að öll leiðin sé rudd fyr­ir viðbragðsaðila og göngu­fólk.

Tveir hópar verði með viðveru á gosstöðvunum

Bruna­varn­ir Suður­nesja taka eftir verulegri fjölgun út­kalla vegna sjúkra­flutn­inga eft­ir að gos hófst. Út­köll­in séu alla jafna lengri en ann­ars, eða um 4-5 klukku­stund­ir.

Björgunarsveitirnar hafa unnið þrekvirki í sjálfboðavinnu, en á tíma­bil­inu hafi alls 390 ein­stak­ling­ar úr 31 björg­un­ar­sveit tekið vakt á svæðinu.

- Auglýsing -

Rík­is­lög­reglu­stjóri hafi lagt það til við for­sæt­is­ráðuneytið að á gosstöðvun­um verði tveir hóp­ar með dag­lega viðveru og unnið sé að skipu­lagi til ára­móta varðandi ör­ygg­is­mál, lög­gæslu, aðstoð við slasaða og sjúka sem og land­vernd við gosstöðvarn­ar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -