Laugardagur 14. september, 2024
9.5 C
Reykjavik

Um 200 töskur skiluðu sér ekki hjá Icelandair í Amsterdam – Slæmt ástand á flugvellinum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikið magn farangs farþega sem flugu með vél Icelandair í fyrradag týndist. Farþegarnir voru á leið frá Reykjavík til Amsterdam í Hollandi. Eftir um einn og hálfan tíma var farþegum greint frá að allar töskur væru komnar á töskubandið en þó var fjöldi fólks sem fékk farangurinn sinn ekki afhentan. Mbl.is greinir frá.

Um 200 töskur skiluðu sér ekki eftir flugið til Amsterdam. Samskipti farþeganna við Icelandair gengu illa og biðu margir þeirra á flugvellinum í þrjár og hálfa kukkustund án þess að hafa nokkuð upp úr því.

Samkvæmt sérfræðingi á samskiptasviði Icelandair fór þó allur farangur með vélinni til Amsterdam. Ástandið á flugvellinum ytra hafi þó verið með þeim hætti að töf varð á afhendingu. Bæði var um að ræða manneklu og álag á flugvellinum, en slæmt ástand á flugvöllum víða um heim hefur mikið verið í fjölmiðlum undanfarið. Hálfgerð ringulreið hefur skapast á sumum flugvöllum, raðir eru langar, tafir þónokkrar og boðleiðir hægar.

„Við reyn­um okk­ar besta til þess að greiða sem fyrst úr öll­um þeim mál­um sem upp geta komið og er sú vinna þegar kom­in af stað hjá okk­ar starfs­fólki varðandi þetta flug til Amster­dam í fyrra­dag,“ segir Guðni Sigurðsson, sérfræðingur á samskiptasviði Icelandair í samtali við mbl.is. Hann sagði einnig að Icelandair kæmi nú til með að fara yfir upplýsingaflæði til farþega sinna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -