Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.8 C
Reykjavik

Um 500 manns í sóttkví – Skimun Íslenskrar erfðagreiningar gæti orðið flókin í framkvæmd

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áætlað er að um 500 manns séu í sóttkví hér á landi vegna útbreiðslu COVID-19. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra sem fór fram áðan. Á fundinum svöruðu Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir og Alma D. Möller, landlæknir og Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, spurningum blaðamanna um útbreiðslu COVID-19 hér á landi,

Pétur sagði að mikil áhersla væri nú lögð á að vernda viðkvæma hópa, t.d. eldra fólk og þess vegna hafa allar heimsóknir verið bannaðar inn á Hrafnistuheimilin.

„Heilsa og velferð íbúanna okkar þurfa alltaf að vera í forgrunni,“ sagði Pétur. Hann sagði að nú verið verið að leita allra leiða til að draga út smithættu. „Því færri sem koma inn á heimilin, því minni líkur eru á smiti.“

Pétur sagði að það gæti reynst íbúum erfitt að fá ekki heimsóknir frá sínum nánustu en hefur hvatt fólk til að nýta tæknina til að tala saman og nota t.d. forrit á borð við Facetime.

Fimm hjúkrunarfræðingar sem starfa á gjörgæslu smitaðir

Alma fór yfir stöðuna á Landspítalanum og greindi þá frá því að  fimm hjúkrunarfræðingar sem starfa á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi vera smitaða af COVID-19. Alma sagði að tveir hjúkrunarfræðingar hefðu smitast í skíðaferð og annar þeirra hafi mætt á vakt og þannig hefðu sennilega þrír hjúkrunarfræðingar til viðbótar smitast. Hjúkrunarfræðingurinn sem kom á vakt eftir skíðaferð sinnti ekki sjúklingum á vaktinni að sögn Ölmu.

- Auglýsing -

Alma sagði einnig að búið væri að skoða hvernig hægt væri að bregðast við auknu álagi á Landspítalanum vegna útbreiðslu COVID-19 og þá kæmi til greina að fá aðstoð frá læknum og hjúkrunarfræðingum sem starfa á einkareknum stofnunum. Eins væri hægt að leita til hjúkrunarfræðinga sem væru komnir á eftirlaun. Búið er að taka við nokkra einstaklinga sem gætu mögulega veitt aðstoð ef þess þyrfti „Þeir hafa svarað kalli og við eigum lista yfir þá sem eru tilbúnir að koma,“ sagði Alma.

Alma kom einnig inn á skimun Íslenskrar erfðagreiningar. Hún segir að aðstoð fyrirtækisins yrði mjög gagnleg til að skilja betur hver útbreiðslan er. Málið hefur verið í lausu lofti þar sem ekki var vitað hvort framlag Íslenskrar erfðagreiningar yrði skilgreint sem vísindarannsókn sem myndi þá þýða að Íslensk erfðagreining þyrfti að sækja um leyfi. Nú er komið í ljós að slík skimun og veirurannsókn er hvorki leyfisskyld hjá Vísindasiðanefnd né Persónuvernd og getur því farið fram án aðkomu þessara aðila.

 „Menn voru bara ekki alveg vissir í gær og þurftu tíma til að skoða málin,“ sagði Alma.

- Auglýsing -

Þórólfur sagði að svona skimun gæti orðið snúin í framkvæmd en að sóttvarnarlæknir og landlæknir myndu gera allt til að hægt sé að hrinda skimun í framkvæmd sem fyrst.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -