Miðvikudagur 29. nóvember, 2023
4.1 C
Reykjavik

Um 70 heilbrigðisstarfsmenn fóru 1550 sinnum í sjúkraskýrslu Páls – Allur listinn birtur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alls fóru rúmlega 70 heilbrigðisstarfsmenn inn í sjúkraskýrslu Páls Steingrímssonar á tveimur mánuðum. Alls fóru starfsmennirnir 1550 sinnum inn í skýrslu skipstjórans.

Páll Steingrímsson upplýsti á dögunum í viðtali við Mannlíf að alls hafi verið farið inn í sjúkraskýrslu hans 1550 sinnum á tveimur mánuðum. Páll hefur sagt frá því að fyrrverandi eiginkona hans hafi eitrað fyrir honum og stolið af honum farsíma hans og komið í hendur starfsmanna RÚV. Páll lifði eitrunina af en var mjög hætt kominn þó og fór meðal annars í hjartstopp. Málið er enn til rannsóknar lögreglunnar á Akureyri. Í viðtalinu fullyrti Páll að meðal þeirra sem fóru inn á sjúkraskýrslu hans, séu einstaklingar sem tengjast blaðamönnum, jafnvel blóðböndum, án þess þó að fara nánar út í það. Áður en hann veiktist við eitrunina, hafði aðeins verið farið inn sjúkraskýrslu hans 620 sinnum. Fjölgunin er því umtalsverð, á aðeins tveimur mánuðum. Sagðist Páll í viðtali við Mannlíf, vita um einstakling sem hafi farið yfir 100 sinnum inn í sjúkraskýrslu sína.

Sjá einnig: Fór í hjartastopp eftir eitraðan bjór: „Og ég vakna þremur dögum seinna á gjörgæslunni í Reykjavík“
Sjá einnig: Einkamál: Gríðarleg traffík á sjúkraskýrslu Páls: „Það eru einstaklingar þarna inni sem tengjast blaðamönnum“

Mannlíf er með lista yfir þá heilbrigðisstarfsmenn sem fóru inn á sjúkraskýrslu Páls á tveimur mánuðum. Af þeim ríflega 70 sem fóru inn á skýrsluna voru það oftast hjúkrunarfræðingar sem það gerðu eða 16 einstaklingar. Sérfræðingar af ýmsum tegundum koma næst en 13 fóru inn í skýrsluna. Sex læknaritarar, tveir ritarar lækna og sjö móttökuritarar gerðu slíkt hið sama, sem og sex sjúkraliðar.

Mannlíf spurði samskiptafulltrúa Sjúkrahússins á Akureyri, Katrínu Árnadóttur, út í hvað teljist eðilegt að margir kíki á sjúkraskýrslur sjúklinga. „Hvað varðar hvað þykir eðlilegt að flett sé oft upp í sjúkraskrám einstaklinga fer mjög svo eftir sjúkrasögunni og hversu margir fagaðilar eru kallaðir til. Ef um er að ræða þverfaglega meðferð er eðlilegt að fleiri komi að málinu og fleiri fletti þar af leiðandi upp í sjúkraskránni. Sama á við ef um er að ræða stoðþjónustu eftir meðferð,“ svaraði Katrín.

Aðspurð hvort læknaritarar teljist til fagaðila og hvort eðlilegt sé að þeir fari inn á sjúkraskýrslur, svaraði Katrín: „Starf læknaritara er fyrst og fremst að halda utan um og skrá sjúkragögn og í því fellst í flestum tilvikum að fara inn í sjúkraskrá einstaklinga. Heilbrigðisgagnafræðingar (ekki læknaritarar) eru starfsmenn heilbrigðiskerfisins og fagmenn á sínu sviði.“

- Auglýsing -

Heildarlistann má sjá hér fyrir neðan en nöfnin hafa verið klippt út:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -