Laugardagur 20. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Umbúðalaust: Hagkvæmt fyrir veskið og umhverfið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrjár vinkonur sem fyrir nokkrum árum tóku þátt í að koma á umhverfisátakinu Plastlaus september tóku sig til og opnuðu plastlausa verslun. Nú eru tvö ár síðan Vistvera opnaði í Grímsbæ og hafa umhverfisþenkjandi neytendur tekið versluninni fagnandi.

Kristín Inga Arnardóttir er ein þriggja eigenda og segir hún að í upphafi hafi þær einblínt á plastlausar lausnir en fljótlega farið út í að bjóða upp á ýmiss konar áfyllingarvörur, á borð við hreinlætis- og snyrtivörur. „Fólk getur komið með hvers kyns ílát og fyllt á alls konar sápur og hreinsiefni en svo erum við líka með aðrar lausnir eins og til dæmis sápuhnetur. Það eru hnetur sem vaxa á trjám og eru með sápueiginleika. Þær má nota til að þvo þvott, búa til sápustykki úr þeim og uppþvottalög,“ segir Kristín. Sjampó, hárnæring, tannkrem og spritt er á meðal þess sem selt er eftir vigt í Vistveru.

Lægra verð og minni umbúðir

Það segir sig sjálft að mikið má spara með því að takmarka umbúðir utan um ýmsar neysluvörur auk þess sem neytandi ræður nákvæmlega hve mikið hann fær af vörunni. Ætla má að verð á vörum gæti lækkað nokkuð með magninnkaupum stóru verslananna á áfyllingarvörum því ekki eru þessar flóknu og marglaga umbúðir ódýrar í framleiðslu. Víða erlendis er áfyllingarfyrirkomulagið þekkt og þykir sjálfsagt að mæta með ílát að heiman í búðina. Hér á landi er þetta nýtt en mun ef til vill þykja sjálfsagt, rétt eins og okkur þykir orðið sjálfsagt að taka fjölnota innkaupapoka með í búðina.

„Þetta er eitthvað í menningunni okkar, eitthvað sem við þurfum að venja okkur á því þetta er breyting á lífsstíl. Fólk má alveg taka sér betri tíma í að versla. Það er svo mikill hraði í samfélaginu og fólk fer í búðina og grípur hlutina á hlaupum. Það er betra að róa sig aðeins niður og hugsa um umhverfið í leiðinni,“ segir Kristín um viðhorf Íslendinga sem hún telur geta breyst hratt í rétta átt.

Lestu viðtalið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -