Þriðjudagur 5. desember, 2023
3.1 C
Reykjavik

Umdeildur skattsvikari verktaki hjá Úrvali Útsýn: „Þjófur sem ég vil ekki eiga samskipti við“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Viktor Heiðdal Sveinsson, sem sakfelldur var fyrir skattalagabrot árið 2021 í gegnum Ferðaskrifstofan Óríental ehf. og Farvel ehf., vinnur nú fyrir Úrval Útsýn.

Héraðssaksóknari ákærði Viktor Heiðdal Sveinsson fyrir „meiriháttar brot á skattalögum“ og peningaþvætti með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum frá 2014 til ársins 2018. Var hann sakaður um að hafa ekki talið fram tug milljóna greiðslur frá félögunum Ferðaskrifstofan Óríental ehf. og Farvel ehf. Árið 2021 var hann sakfelldur í Héraðsdómi Suðurlands.

Tekjurnar sem Viktor taldi ekki fram nema ríflega 81 milljón króna en skattarnir sem hann hefði átt að greiða af upphæðinni eru um 34 milljónir.

Kona, sem er í Facebook-hópnum Kröfuhafar Farvel, sem telur 70 einstaklinga, skrifaði færslu á dögunum og upplýsti að Viktor Heiðdal vinni nú sem verktaki fyrir ferðaskrifstofuna Úrval Útsýn. Í færslunni segist hún hafa talað við „hrokafullan“ forstjóra Úrval Útsýnar sem sagði hana vera fulltryggða hjá ferðaskrifstofunni og þyrfti ekki að hafa áhyggju af því að fólk lendi í gjaldþroti. Sagði hún að forstjórinn hafi ekki fundist neitt athugavert við að Viktor ynni hjá þeim „og fussaði þegar ég sagði að í mínum augum væri þessi maður þjófur sem ég vildi ekki eiga samskipti við.“ Þá sagðist hún ekki ætla að skipta aftur við Úrval Útsýn en hún tók fram að hún hefði verið mjög kurteist í símanum.

Þórunn Reynisdóttir forstjóri Úrvals Útsýnar staðfesti í samtali við Mannlíf að Viktor sé verktaki hjá ferðaskrifstofunni. „Viktor er ekki fastur starfsmaður hjá okkur, hann vinnur að ákveðnum verkefnum en hann kemur ekkert nálægt fjármálum eða ábyrgðum. Þannig að það er enginn viðskiptavinur að fara varhluta af viðskiptum við okkur. Okkar stjórnsýsla hefur ekkert breyst og ég ber 100 prósent ábyrgð á fyrirtækinu.“ Þórunn segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að orðspor fyrirtækisins bíði hnekki við að hafa dæmdan skattsvikara innanborðs. „Nei, og ég skal segja þér af hverju. Það er ég sjálf og mínir samstarfsmenn hérna, það er fjöldi fólks sem er á bakvið þetta, við erum að veita þá þjónustu sem við veitum alltaf.“ Bætti hún svo við að lokum: „Það er nú bara þannig í lífinu, öllum getur orðið á. En eins og ég segi, allir okkar farþegar, við tryggjum að það sé haldið vel utan um þá og engin brotalöm þar ár.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -