Föstudagur 13. september, 2024
9.8 C
Reykjavik

UN Women Íslandi og 66°Norður styðja við konur í Úkraínu – sérstök nefnd UN rannsakar nauðganir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, fékk í dag af­hent­an styrkt­ar­bol þegar átaks­verk­efni UN Women og 66°Norður, sem er til styrkt­ar kon­um á flótta vegna inn­rás­ar Rússa í Úkraínu, var kynnt

UN Women á Íslandi og 66°Norður hafa tekið höndum saman til að styðja við konur á flótta vegna innrásar Rússa í Úkraínu. UN Women er starfandi í Úkraínu og vinnur markvisst að því að tryggja að þarfir allra kvenna og stúlkna sé mætt.

UN Women á Íslandi og 66°Norður hafa hannað bol til stuðnings konum á flótta í Úkraínu. Allur ágóði af sölu bolsins rennur til verkefna UN Women í Úkraínu.

Meiri­hluti þeirra sem eru á flótta eru mæður og börn og þótti því sér­stak­lega mik­il­vægt að tryggja kven­miðaða neyðaraðstoð. Til að efla stuðning við kon­ur á flótta var ákveðið að hanna bol og mun all­ur ágóði af söl­unni renna til UN Women í Úkraínu.

Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, og utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fengu jafnframt afhenta styrktarboli í Ráðherrabústaðinum við Tjarnargötu í dag.

Bolurinn er hannaður af Þórdísi Claessen og Iryna Kamienieva – Ірина Камєнєва, sem er nýkomin til Íslands frá Úkraínu. Styrktarbolurinn er samsettur af þjóðlegum Vyshyvanka mynstrum sem vernda gegn öllu illu fyrir þeim sem klæðist flíkinni og ljóði eftir úkraínsku skáldkonuna Lesia Ukrainka.

- Auglýsing -

8 milljónir á flótta undan stríðinu

Samkvæmt upplýsingum á síðu UN Women á Íslandi hafa 8 milljónir flúið heimili sín frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst þann 24. febrúar, þar af 6,7 til annarra ríkja Evrópu. 90% þeirra eru konur og börn, en karlmönnum á aldrinum 18 til 60 ára er meinað að yfirgefa landið.

Erika Kvapilova, fulltrúi UN Women í Úkraínu, segir að sérstök nefnd á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna rannsaki 75 tilkynningar um að nauðgunum hafi verið beitt sem stríðsvopni af rússneska hernum í Úkraínu.

Smellið hér til að styrkja átakið og kaupa bolinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -