Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Una sigraðist á krabbameini: „Það er líka góð tilfinning að vita að það er verið að fylgjast með“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég held að þetta sé bara eins og að sofna og að það verði eins og það var áður en maður varð til. Mér finnst líka svo fallegt til þess að hugsa að lífsorkan sem er inni í mér er ekkert aðskilin öllu öðru lífi á Jörðinni. Þetta er allt ein risastór, endalaus hringrás og allt heldur áfram, það er enginn endir og það er ekkert upphaf. Lífið fer úr einum líkama og aftur út í Jörðina,“ segir Una Torfadóttir aðspurð hvað taki við eftir dauðann. Viðtalið við Unu birtist í nýju helgarblaði Mannlífs en þar talar hún um tónlistina, frægðina og baráttuna við krabbameinið. Aðspurð hvort hún óttist að krabbameinið skjóti aftur upp kollinum segir hún það fylgja henni.

„Jú, það bara fylgir manni, sko. Ég fer regluleg í segulómun til að athuga hver staðan er og það er alltaf svolítið erfitt. Maður einhvern veginn er aftur kominn í sömu spor og maður var í þegar ég var veik og það er alltaf svolítið skrítið. Það er líka alltaf góð tilfinning að vita að það er alltaf verið að fylgjast með og ef eitthvað kemur upp aftur er miklu betra að það sé fylgst með því og hægt að grípa inn í, en já, það er erfitt.“ Viðtalið við Unu má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -