Föstudagur 1. júlí, 2022
11.8 C
Reykjavik

Ung stúlka í blóði sínu eftir árás í Reykjavík: „Ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Föstudaginn 4.desember árið 1981 var gerð hrottaleg árás á unga stúlku. Henni var vart hugað líf um tíma. Árásarmaðurinn batt stúlkuna og réðst á hana með steinum og hníf ásamt því að brenna hana. Stúlkan lá í blóði sínu í allt að fjórar klukkustundir þangað til vegfarandi fann hana fyrir tilviljun. Var þetta með hrottalegri árásum sem lögregla hafði séð á þessum tíma.

Fórnalambið var aðeins 15 ára þegar árásin átti sér stað en gerandinn 28 ára karlmaður. Rannsóknin tók stuttan tíma og játaði maðurinn brot sitt fyrir lögreglu.

Stúlkan beið eftir strætisvagni þegar maðurinn nálgaðist hana og fékk hana til að koma með sér á bak við skúr sem var í nálægð við strætisvagnastöðina. Þar áreitti hann stúlkuna og reyndi að fá hana til að stunda með sér kynlíf en þegar hún neitaði og reyndi að koma sér í burtu réðst gerandinn á hana með þessum hörmulegu afleiðingum. Svo virðist sem maðurinn hafi séð af sér en stuttu eftir árásina var hringt í sjúkrabíl og tilkynnt um slasaða unga stúlku, talið er að hann hafi hringt sjálfur. Sjúkrabíllinn fann þó ekki stúlkuna og var það ekki fyrr en maður sem átti leið hjá fann hana og gerði lögreglunni viðvart.

Árásarmaðurinn hafði oft áður komið við sögu lögreglu, aðallega fyrir fjárhagslegt misferli. Hann hafði þó verður kærður fyrir að ógna ungum stúlkum með eggvopni. Maðurinn, Hallgrímur Ingi Hallgrímsson, var forfallinn fíkill og alkahólisti. Hann bjó rétt hjá staðnum sem árásin átti sér stað og var strax grunaður.

Stúlkan náði sér að fullu eftir árásina.

„Ég var öll dofin þegar ég vaknaði til lífsins á nýjan leik. Hafði verið sprautuð niður, þannig að sársaukinn var ekki svo mikill. En vanlíðan var til staðar, ekki síður sálarleg en líkamleg. Áverkarnir voru miklir á öllum skrokknum, í andliti og á höndum. En verstir þóttu mér mar- blettirnir á handleggjunum, því þeir voru eftir fingur hans og hendur. Mér fannst eins og fingraför árásarmannsins væru á líkama mínum, skítug og ógeðsleg. Ég man hvað ég beið þess að marblettimir á handleggjunum hyrfu, því þeir minntu mig svo á árásarmanninn. Ég var einhvem veginn óhrein á meðan þessi handaför voru á mér.

- Auglýsing -

En ég gerði mér vitanlega ljóst, þegar ég vaknaði til meðvitundar, að ég hafði verið hætt komin. Pabbi hefur sagt mér, að það fyrsta sem ég hafi sagt, þegar ég var að koma til lífsins á nýjan leik, hafi verið :. Ég man ekki gjörla eftir þessu, en held þó endilega að ég hafi verið að reyna að koma þeim skilaboðum til pabba og mömmum, að ég myndi ekki deyja, heldur lifa áfram,“ sagði þolandinn í bókinni Ég vil lifa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -