2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Ung­ar at­hafna­kon­ur gagnrýna ójafnt kynjahlutfall í umfjöllun Markaðarins

Markaðurinn stóð nýverið fyrir vali á viðskiptamanni ársins 2019. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, varð fyrir valinu, Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri var í öðru sæti og Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts í því þriðja.

Markaðurinn fékk 42 álitsgjafa með sér í lið við valið en aðeins sex úr hópnum eru konur. Þær eru Ásta Fjeldsted, Birna Einarsdóttir, Helga Valfells, Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, Lilja B. Einarsdóttir og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir,

Ung­ar at­hafna­kon­ur, UAK, vekja athygli á þessu ójafna hlutfalli á Twitter.

„Dómnefnd Markaðarins um viðskiptamann ársins 2019. Finnið 6 konur,“ er skrifað við lista yfir álitsgjafa Markaðarins.

AUGLÝSING


„Sorglegt að sjá hversu ójafnt kynjahlutfallið er í dómnefnd Markaðarins. Enn sorglegra að sjá hversu fáar konur eru á lista yfir viðskiptamann ársins. Eru þær ósýnilegar,“ er þá skrifað í aðra Twitter-færslu og grein Markaðarins deilt. Í þeirri grein er fjallað um aðra viðskiptamenn sem voru nefndir við val á viðskiptamanni ársins. Á þeim lista er að finna tíu nöfn karla en tvær konur.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum