Þriðjudagur 26. september, 2023
10.1 C
Reykjavik

Unglingar hlupu í kringum bíla með byssur í miðbænum: „drop the gun“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Grípa þurfti til aðgerða á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt og lokaði lögregla staðnum. Hámarksfjöldi gesta var ekki virtur en einnig voru þar börn undir lögaldri. Stuttu síðar barst lögreglu tilkynning um hóp unglinga hlaupa í kringum bifreið í hverfi 101 og heyrði tilkynnandi einn þeirra segja „drop the gun“. Lögregla mætti á vettvang og kom þá í ljós að unglingarnir voru í óða önn að taka upp tiktok myndband. Leikfanga byssur voru notaðar og málið var litið alvarlegum augum. Þá kemur fram í dagbók lögreglu að málið hafi verið unnið í samvinnu við forráðamenn og tveir hafi verið kærðir.

Í hverfi 108 köstuðu árásaraðilar steinum í fólk eftir slagsmál. Þegar lögregla kom á staðinn voru mennirnir á bak og burt. Í sama hverfi reyndi þjófur að flýja undan lögreglu á rafmagnshlaupahjóli. Náðist hann að lokum en maðurinn er grunaður um innbrot, þjófnað og brot á vopnalögum. Þá sinnti lögregla reglubundnu umferðareftirliti og stöðvaði ökumenn sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum áfengis.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -