Miðvikudagur 17. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Unglingar urðu fyrir barsmíðum lögreglu á skemmtun: „Svartasti dagurinn i sögu Selfossbyggðar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árið 1982 var haldin ungmennaskemmtun á Selfossi í tilefni þrettándans. Ballið varð þó allt annað en skemmtilegt þegar lið lögregluþjóna kom á svæðið, hlaðnir kylfum. „Frá mér séð er þetta svartasti dagurinn i sögu Selfossbyggðar,” sagði Sigmundur Stefánsson, formaður Ungmennafélags Selfoss, í samtali við DV á sínum tíma.

Lögreglan var sögð hafa handtekið tvo saklausa unglinga en glæpurinn var ekki talinn alvarlegri en almenn ólæti sem fylgdi oft skemmtunum að þessu tagi.

Þarna kom lögreglufylking af iitlu tilefni með kylfur og klædd hjálmum og ég hef aldrei séð annað eins. Þetta var eins og í kvikmynd,” sagði Sigmundur

„Eftir því sem næst verður komizt með samtölum við aðila er til sáu svo og unglinga, sem tóku þátt i látunum sprakk blaðran er lögreglan handtók tvo alsaklausa ungiinga, sem ekkert höfðu af sér brotið. Hljóp þá nokkur æsingur í unglingahóp er stóð utan samkomuhússins.

Unglingarnir róuðust síðan niður og dansleiknum var fram haldið til klukkan fjögur um nóttina

Þegar honum lauk tóku nokkrir unglinganna sig til og ýttu ruslatunnugámi, sem var nærtækur út á Eyrarbakkaveg. Þessi sami gámur hafði fyrr um kvöldið verið kveikjan að handtökum.“

- Auglýsing -

Lögreglan var sögð hafa beitt miklu harðræði við handtökur á ungmönnunum. Mörg þeirra voru illa farin.

„Búizt er við því að í dag fari fram könnun í gagnfræðaskólanum á hversu margir unglingar urðu fyrir barsmíðum og meiðslum af hálfu lögreglunnar. Er ætlunin að taka saman lista yfir alla þá er meiddust“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -