Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Upphandleggsbein sem fannst árið 2017 er af Guðmundi Geir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Upphandleggsbein sem kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni 18. maí árið 2017 er af Guðmundi Geir Sveinssyni, sem hvarf árið 2015. Kemur þetta fram í tilkynningu lögreglunnar.

Leit að Guðmundi Geir, sem fæddur var 13. apríl 1974 og búsettur á Selfossi hófst 26. desember 2015 og voru sterkar vísbendingar um að hann hefði fallið í Ölfusá við kirkjugarðinn á Selfossi.

Leitin reyndist árangurslaus og var hætt. „En allar götur síðan hafa menn svipast um eftir því hvort eitthvað fyndist sem skýrt gæti hvarf hans,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Mynd / Skjáskot timarit.is
Morgunblaðið 28.12.2015

Þann 18. maí 2017 fengu sjómenn á snurvoðarbát upphandleggsbein úr manni í veiðarfærin þar sem þeir voru við veiðar á Selvogsgrunni. Sýni úr beininu var sent í aldursgreiningu með geislakolsaldursgreiningu og fékkst þar sú niðurstaða að það væri úr manni sem að líkindum hefði látist á árabilinu 2004 til 2007 og því fáir sem komu til greina sem eigendur að því.

Í janúar var hins vegar var ákveðið að útvíkka árabil þau sem leitað var innan og við rannsókn Rättmedicinalverket í Svíþjóð kom í ljós að DNA snið úr beininu samsvaraði DNA sýnum sem aflað hafði verið úr aðstandendum Guðmundar Geirs þegar hann hvarf.

Fundað hefur verið með aðstandendum um þessa niðurstöðu og verða jarðneskar leifar afhentar þeim á allra næstu dögum.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Mannshvörf á Íslandi: „Mikilvægt fyrir fólk að fá lúkningu“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -