Miðvikudagur 13. nóvember, 2024
7.2 C
Reykjavik

Upplifa mömmuskömm: „Ég held að þetta sé í rauninni merki um að maður vill standa sig.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mömmuskömm er hugtak sem lýsir samviskubiti eða skömm mæðra sem upplifa að þær nái ekki að sinna öllum þeim kröfum eða verkum sem viðkemur að barninu eða börnunum. Í Kastljósi á RÚV var fjallað um málið og rætt við fólk um hugtakið.

Flestar mæður sem rætt var við könnuðust við tilfinninguna og upplifðu hana reglulega. Lýstu flestar tilfinningunni; að vera ekki og/eða gera ekki nóg. Ásgerður Heimisdóttir einn viðmælanda Sigríðar Halldórsdóttur segir: „Ég held að þetta sé í rauninni merki um að maður vill standa sig.“

Einnig var rætt við Önnudís Gretu Rúdólfsdóttur, dósent á Menntavísindasviði við Háskóla Íslands, sem hefur ásamt Auði Magndísi Auðardóttur rannsakað tilfinningar foreldra:

„Við höfum áhyggjur af því hvað konur fundu fyrir mikilli sektarkennd yfir því til dæmis bara að fá pössun fyrir barnið svo þær gætu unnið.“

Vilja þær meina að svo mikill ákafi og sterkar tilfinngar sé merki um bakslag:

„Þetta finnst okkur vera bakslag. Þarna er ákveðin kynjapólitík í gangi.“

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -