Fimmtudagur 25. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Útlendingar segja þetta sárlega vanta á Íslandi: „Ég er í sjokki á hverju ári“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útlendingar sem búa hér á landi kvarta sáran undan því að hér sé enginn jólamarkaður opinn fram á kvöld sem bjóði upp á jólaglögg, heitt súkkulaði, kleinur, pylsur og jólatónlist. Þetta er eitt af því sem fjölmargir þeirra telja vanta í höfuðborginni.

Viktóría nokkur gerir málið að umtalsefni í kvörtunarhópi útlendinga á Facebook, Away from home – complaining about Iceland. Þar segir hún:

„Ég verð að koma þessu frá mér. Eftir að hafa búið hér í sex vetur er ég í sjokki á hverju ári fyrir því að hér sé enginn almennilegur jólamarkaður á höfuðborgarsvæðinu. Ég fór í Hellisgerði í Hafnarfirði og geta ekki skilið hvers vegna kaffihúsið þar lokar klukkan fimm,“ segir Viktóría og bætir við:

„Það eiga að vera veitingabásar sem bjóða upp á jólaglögg, heitt súkulagði, kleinur og pylsur til alla veganna 8 eða 9 að kvöldi. Og jólamarkaðurinn lokaði klukkan sex. Hvers vegna í ósköpunum? Ég meina, það er að koma jól og það er föstudagskvöld! Er einhver sammála mér?“
Fjölmargir tjá sig undir færsluna og flestir þeirra nokkuð sammála því að slíkan markað sárvanti hér á landi. Evija er ein þeirra sem tekur undir. „100% já.“
Agniezka er sömu skoðunnar. „Ég er sammála þér. Ég sakna jólamarkaðanna í Póllandi á hverju ári og jólaglöggsins. Hvers vegna er þetta ekki vinsælla hér á landi?“
Yerzhana er með svarið. „Ég held að skýringin á því sé einföld. Í dag voru -5 gráður og það er mjög, mjög, mjög erfitt að selja hluti ef kaupandanum er kalt,“ segir hún.
Hlynur reynir líka að skýra þetta út. „Það eru margir sem átta sig ekki á því að hér búa aðeins 350.000 íbúar. Það er því ekki markaður fyrir þetta. Markaðurinn í New York er tíu sinnum stærri, hversu margir búa á Manhattan?,“ spyr Hlynur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -