Miðvikudagur 29. nóvember, 2023
1.1 C
Reykjavik

Útskrifuð af sjúkrahúsi með lögregluvaldi: „Hún er fíkill“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Daníelsson segir að kerfið sé að bregðast dóttur hans.

Í kröftugum pistli sem Jón Daníelsson skrifaði um helgina sagði hann frá baráttu hans og dóttur hans gegn kerfinu. Dóttir hans kemst nefnilega ekki á biðlista eftir húsnæði vegna skuldar og hún var útskrifuð með lögregluvaldi af spítala. Þá glímir dóttir hans við fíknivandamál.

„Dóttir mín er fíkill. Eftir nokkur ár á götunni fékk hún úthlutað íbúð hjá Félagsbústöðum. Hún fékk skráningu sem öryrki og af því leiðir að TR greiðir henni mánaðarlega eitthvað yfir 300 þúsund á mánuði inn á bankareikning til frjálsrar ráðstöfunar.

Þessir peningar duga vel til að greiða lága húsaleigu, sem hún gerir auðvitað ekki. Hún er fíkill. Það sem eftir verður dugar ljómandi vel til að greiða reikninga fyrir rafmagn og hita, sem hún gerir auðvitað ekki. Hún er fíkill. Fyrir þessa peninga er líka gert ráð fyrir að hún kaupi sér eitthvað að éta, sem hún gerir sjaldnast. Hún er fíkill,“ sagði Jón í pistlinum sem birtist á Vísi um helgina og að dóttir hans hafi verið útskrifuð af Landspítalanum með lögregluvaldi í september.

„Ég var búinn að tala við vegg í vel á annan mánuð. Þegar mér var nú loksins nóg boðið og fór í þetta setuverkfall, kom í ljós að auðvitað er biðlisti eftir íbúðaskiptum. Og þótt formleg umsókn liggi fyrir, kemst dóttir mín ekki einu sinni á þann biðlista fyrr en hún er búin að gera upp milljónaskuld sína við Félagsbústaði. Með hvaða peningum?

Ef við reynum að draga þetta saman og máta við veruleikann, sýnist mér að aðferðafræðin sem við beitum til að þjónusta fárveika fíkla sé nokkurn veginn þessi:

- Auglýsing -

Við sjáum þeim ekki fyrir húsnæði, rafmagni né upphitun.

Við gefum þeim ekki að éta.

Og við sjáum þeim að sjálfsögðu ekki fyrir fíkniefnum.

- Auglýsing -

En við afhendum þeim fúslega peninga til að fíkniefnakaupa á svörtum markaði. Nú mega allir verða eins hissa og þeir vilja á þeirri sérvisku fíkla að kaupa sér dóp fyrir húsaleigu- og matarpeningana.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -