Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Útvarpsstjóri segir ekkert um ráðningu Valgerðar: „Engar ráðningar hafa verið afturkallaðar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins segist ekki hafa afturkallað neinar ráðningar innan stofnunarinnar, í svari til Mannlífs.

Mannlíf spurði Stefán út í ráðningu Valgerðar Þorsteinsdóttur í starf fréttamanns á Akureyri, í stað Óðins Svans Óðinssonar sem núverið lét af störfum þar. Samkvæmt heimildum Mannlífs réði fréttastjóri Rúv, Heiðar Örn Sigurfinnsson Valgerði án auglýsingar, til að vera fréttamaður á Akureyri í sumar. Spurningar Mannlífs snéru að því hvort hún hafi verið ráðin og hvort Stefán hafi haft samráð við Brodda Broddason og Arnar Þór Hauksson um málið og hafi í kjölfarið afturkallað ráðninguna. Einnig spurði Mannlíf hvort staðan hefði verið auglýst.

Stefán svaraði eftir ítrekun Mannlífs en tjáði sig ekki efnislega um málið. Hann staðfesti þó að engin ráðning hafi verið afturkölluð.

„Ég hef enga heimild til þess að ræða mál einstakra starfsmanna RÚV eða tjá mig um þau á opinberum vettvangi. Get þó svarað því að engar ráðningar hafa verið afturkallaðar eins og þú ýjar að í þínum spurningum. Þá hef ég ekki verið í sambandi við þá fyrrum fréttamenn sem þú nefnir um mál sem tengjast starfsemi RÚV,“ skrifaði Stefán til Mannlífs.

Spurningar Mannlífs voru eftirfarandi:

1. Var Valgerður Þorsteinsdóttir ráðin af Heiðari Erni Sigurfinnssyni sem fréttamaður/umsjónarmaður Ríkisútvarpsins á Akureyri í stað Óðins Svan Óðinssonar?
2. Var staðan á Akureyri auglýst?
3. Ráðfærðir þú þig við þá Arnar Pál Hauksson og Brodda Broddason um það hvernig þú gætir stöðvað ráðninguna?
4. Afturkallaðir þú ráðningu Valgerðar eftir ítarlega yfirferð málsins?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -